Sólsveifla 24 byrjar

Samkvæmt Vísindamönnum þá hófst í dag Sólsveifla 24 (Solar Cycle 24). En upphafið var markað með sólbletti sem er norðarlega á sólinni og hefur öfuga pólstefnu. Nánar um þetta hérna.

Vísindamenn eru búnir að spá því að Sólsveifla 24 verði sú öflugasta í margar aldir. En svona tímabil valda truflunum á fjarskiptum á jörðu niðri og valda geimförum stórhættu. Einnig sem að sólgos geta rústað gervihnöttum á braut um jörðu og valda einnig truflunum á rafmangskerfum. Hægt er að sjá hættuskalana fyrir sólstorma hérna.