Styttist í eldgos í Heklu og öðrum eldstöðvum

Það er farið að styttast í eldgos í Heklu, en síðast gaus í Heklu árið 2000. En það eldgos varði í rúmlega 14 daga. Erfitt er að segja til um það hvenar eldgos mun verða í Heklu en miðað við síðustu 20 ár þá má búast við því að eldgos verði í kringum árin 2009 eða 2010. Hvort sem verður, þá má reikna með að næsta eldgos verði örlítið stærra en eldgosið árið 2000. Þó mun það ekki koma í ljós fyrr en það fer að gjósa.

Ég geri mér einnig vonir um að vera kominn með jarðskjálftamæli nærri Heklu sumarið 2008. En sá jarðskjálftamælir yrði þá staðsettur í Heklusetri, sem er staðsett á Leirubakka. En jarðskjálftamælir þar mun gefa mér mjög góða mælinu af Heklu, Mýrdalsjökli og öðrum eldstöðvum á svæðinu og mun gefa mér fært að mæla mjög litla jarðskjálfta í þeim, en einnig mun ég mæla jarðskjálfta sem verða á suðurlandsundirlendinu og brotabeltinu (SISZ) sem tengist því.

En núna er bara að bíða og sjá hvað gerist í Heklu.

Tengist frétt: Búist er við að Hekla geti gosið þá og þegar