Hvað kemur klám þessu við ?

Það er alveg merkilegt hvað öfga-feminstum tekst að blanda klámi inní allt og allar umræður. Hérna er verið að tala um rétt kvenna til þess að ganga berar að ofan og hvað gera feminstar, blanda klámi inní umræðuna.

Ég veit ekki hvað margir tóku eftir þessu, en þegar ég las fréttina þá sá ég þetta strax.

„Kristín Tómasdóttir, ráðskona í öryggisráði Femínistafélags Íslands, segir ólíklegt að félagið taki svipað mál fyrir, en sér ekkert að því að konur stundi sundlaugarnar berbrjósta. „…En ef það er í þeim tilgangi að einhverjir klámkóngar græði á því er það allt annað mál,“ segir Kristín. „Ef konur langar að baða sig berar að ofan þá gera þær það – ekkert að því. Ég myndi alveg skella mér í þessa sundlaug ef ég væri stödd nálægt henni í Svíþjóð.“ “

Konur mega vera berar að ofan, svo lengi sem þær eru ekki að græða á því og sínum flotta líkama (fegurð ef afstæð, muna það). Þetta er mjög skrítinn hugsunarháttur sem þarna kemur fram.

Tengist frétt: Íslenskar konur mega bera brjóstin