Sagan Evrópuandstöðunar á Íslandi, 1. Hluti (1962 – 1963)

Ég ætla að fara yfir sögu Evrópuandstöðunar á Íslandi. Alveg eins langt og ég kemst aftur og fram til dagsins í dag. Það er nefnilega nauðsynlegt að skoða söguna til þess að átta sig á nútímanum. Ég mun rifja upp söguna eins og ég get. Hlutir verða ekki endilega í tímaröð hjá mér, en þó mun ég geta heimilda. Þar sem þetta er unnið upp úr aðgengilegu efni á internetinu.

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið á móti Evrópu. Þetta sást mjög vel þegar Framsóknarflokknum tókst að koma í veg fyrir að íslendingar gengu inn í EBE árið 1957 með pólitískum bolabrögðum og svikum. Eins og þessi frétt Morgunblaðsins frá árinu 1957 ber með sér. Þá var þetta mikið deilumál. Augljóst má vera að Framsóknarflokkurinn skipti um skoðun þegar þjóðernisöfgar náðu völdum innan flokksins þetta sama ár. Fyrir utan örstutt tímabil árið 2008 til ársins 2009. Þá hafa þessar öfgar haldið völdum í Framsóknarflokknum til dagsins í dag. Hægt er að lesa alla fréttina á tímarit.is hérna.

Framboðslisti Framsóknarflokksins árið 1963 bar þess einnig merki hvað hafði gerst innan flokksins. Þjóðrembuöfgar voru einnig orðnar almennar innan flokksins á þessum tíma. Hægt er að lesa þetta hérna á tímarit.is.

Það hefur aldrei vantað öfgafólkið í þessa umræðu á Íslandi. Eins og má sjá hérna. Hægt er að sjá þetta í heild sinni á vefsíðunni tímarit.is hérna.

Af þessu má augljóslega sjá að andstaðan við Evrópusamvinnu á sér langa sögu á Íslandi. Sú saga endurspeglar þá andstöðu sem er við Evrópusambands umsókn Íslands í dag. Það er ennfremur staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt ekki verið á móti Evrópusamvinnu og þáttöku Íslands að henni. Það var ekki fyrr en öfga-nýfrjálshyggjufólkið tók við völdum innan Sjálfstæðisflokksins að sú afstaða breyttist.