Áframhaldandi innstreymi kviku

Það er greinilegt á þeirri jarðskjálftavirkni sem núna er við Upptyppinga og Álftadalsdyngju að innstreymi kviku á þessu svæði er talsvert þessa stundina. En einnig er ljóst á þessum jarðskjálftaum að þrýstingur fer líklega vaxandi á svæðinu. Síðustu tvær vikur þá hefur verið nærri því samfelld jarðskjálftahrina á þessu svæði og teljast jarðskjálftanir sem hafa orðið á þessu svæði í þúsundum talsins. Það er einnig ljóst á virkninni sem er í gangi núna að þetta virðist ekki ætla sér að deyja út og róast. Sem stendur þá er kvikan á mjög miklu dýpi, eða rúmlega 15 til 17 km dýpi. En á þessu dýpi er kvikan undir miklum þrýstingi og ólíklegt að hún nái uppá yfirborðið sem stendur. Hitt er svo annað mál að þessar aðstæður geta breyst mjög snögglega ef að kvikan sem þarna er undir nær að brjóta sér leið uppá yfirborðið og valda eldgosi. En aðeins tíminn mun aðeins svara þeirri spurningu hvað mun gerast á þessu svæði og hvort að þarna verður eldgos eða. Það vekur athygli mína að jarðskjálftar á þessu svæði virðast ekki fara stækkandi í stærð, en flestir jarðskjálftanir sem koma fram eru í kringum 1 til 1,5 á ricther (ML) kvarðan að stærð. Og hefur þessi stærð á jarðskjálftum verið ríkjandi í heilt ár á þessu svæði.

Annað áhugavert er að gerast núna á þessu svæði, en það virðist sem að jarðskjálftahrinunar séu að færast aftur nær upptyppingum, þá í vestur. En sem stendur þá er jarðskjálftahrinan á milli Upptyppinga og Álftadalsdyngju. Þessi hegðun er mjög furðuleg og ég hef ekki neina haldbæra útskýringu á því afhverju þetta er að gerast.

Sem stendur þá hefur dregið úr jarðskjálftum á svæðinu og mun þetta hlé í jarðskjálftum á þessu svæði líklega vara næstu 5 til 12 tímana, jafnvel lengur eða styttra. Erfitt að segja til um það nákvæmlega.

Tengist frétt: Skjálftahrina við Upptyppinga