Hinn fasistalegi undirtónn ESB andstæðinga

Það er eitt sem einkennir ESB andstæðinga meira en margt annað á Íslandi. Það er sá fasistalegi undirtónn sem þeir reka í málflutningi sínum. Málflutningur ESB andstæðinga gengur alltaf útá það að allt sé að fara til helvítis í Evrópusambandsríkjunum. Þá sérstaklega þeim ríkjum sem eru með evruna sem gjaldmiðil. Þó vilja þessir einstaklingar sem tala svona gjarnan gleyma því að efnahagur Ísland hrundi árið 2008 og er í raun ekki ennþá búinn að ná sér sem neinu nemur þegar þessi orð eru skrifuð.

Það er óendanlega köld staðreynd að uppgangur andstæðinga Evrópu og alls heimsins á Íslandi má rekja beint til efnahagshrunið. Þar sem efnahagshrun er kjörið umhverfi fyrir hverskonar öfgafólk til þess að þrífast í og koma skoðunum sínum á framfæri. Þetta tækifæri hafa þjóðernissinar, ásamt öðru öfgafólki síðan notað til gera máflutning sinn trúarlegan. Á meðan staðreyndin og sannleikurinn er sá að málflutningur fólks eins og í Heimssýn og Vinstri vaktin gegn ESB er ekkert nema haugalygi og kjaftæði. Síðan bætir það ekki stöðuna að öfgamenn hafa fengið heilan fjölmiðil til þess að dæla út lygum sínum í formi „frétta“. Ég er hérna að tala um Morgunblaðið sem er rekið með aðstoð LÍÚ og á afskriftum íslenska banka. Bara þessi kostaður ESB andstæðinga hleypur á tugum milljarða íslenska króna. Það er orðin alþekkt staðreynd að margir ESB andstæðingar eru gjörsamlega búnir að ganga af göflunum, eins og má sjá hérna. Þar sem hægri-öfgamaður að nafni Jón Valur Jensson tekur upp á því að hringja í fólk útí bæ til þessa að athuga hvort það hafi sett inn athugasemdir inn á bloggsvæði Vinstri vaktin gegn ESB á blog.is. Það verður skelfilegt ef eitthvað af þessu fólki klikkast endanlega. Sérstaklega þegar heimurinn sem það virðist lifa í hrynur endanlega.

Málflutningur ESB andstæðinga er ekki rekin á neinum staðreyndum eða rökum. Heldur er málfutningur ESB andstæðinga eingöngu rekin á öfgum, lygum og blekkingum. Það er hin kalda staðreynd málsins. Hættan er að sú stefna sem ESB andstæðingar reka í þeim stjórnmálflokkum sem þeir tengjast muni kosta íslendinga fullveldið og sjálfstæðið. Enda er þessi stefna þeirra kerfisbundið að grafa undan efnahag og pólitísku sjálfstæði íslendinga. Enda er það svo að einangrun leiðir ekki til sterkara fullveldis eða sjálfstæðis. Hugmyndafræði ESB andstæðinga er 200 árum á eftir samtímanum og ónýt sem slík. Ekkert af því sem andstæðingar ESB fullyrða mun rætast. Enda eru fullyrðingar þeirra byggðar á hræðsluáróðri og slíkir spádómar rætast aldrei.