Bruni í Bov (Padborg)

Ég bý Danmörku. Í litlum smábæ sem heitir Bov, á svæði sem er almennt kennt við Padborg. Yfirleitt gerist ekki mikið á svona litlum stað. Enda búa hérna rétt í kringum 5000 manns í þessum smábæ. Í dag gerðist það hinsvegar að eldur braust út í hádeginu. Þessi eldur átti upptök sín í bílskúr sem er tengdur við íbúðarhús sem er ekkert svo langt frá mér (rétt um 390 metrar í beinni línu). Ég var á ferðinni í hádeginu þegar það kvikaði í bílskúr sem er tengdur við húsið. Þegar ég varð brunans var þá fór ég af stað til þess að finna út hvar þetta væri. Til þess að veita hjálparhönd ef þörf væri á og jafnvel hringja í 112 ef ekki væri búið að því. Nágrannar við þetta hús voru búnir að hringja í neyðaraðila þegar ég var kominn á staðinn og slökkuvliðið var komið á svæðið rétt rúmum tveim mínútum eftir að ég kom. Ég heyrði í þeim á leiðinni að húsinu. Það var því ekkert sem ég gat aðstoðað við í þessu ástandi sem þarna skapaðist. Enda allir neyðaraðilar (slökkvulið, sjúkrabílar og lögreglan) komin á svæðið innan við nokkrum mínútum eftir að kviknaði í.

Það sem er þó verst er að eftir að slökkvuliðið var búið að slökkva eldin kom í ljós að maður hafði dáið í bílskúrnum. Það er þó ekki ljóst ennþá hvort að um var að ræða glæpsamlegt athæfi eða hreinlega bara slys. Það er hugsanlegt að kviknað hafi út frá grilli sem þarna var geymt. Þó er ekki vitað ennþá hverjar ástæður þess að maðurinn dó eða hvers vegna það kviknaði í. Lögreglan segir einnig að maðurinn sé ekki þekktur á þessari stundu. Þetta er samkvæmt fréttum DR Syd. Þegar ég kom heim og fór fram hjá. Þá sá ég að nágrannanir voru margir hverjir búnir að flagga í hálfa stöng í kjölfarið á þessu andláti.

Frétt DR Syd

Lig fundet i udbrændt skur (DR.dk)
Dødsbrand ved Padborg (ekstrabladet.dk)

2 Replies to “Bruni í Bov (Padborg)”

  1. Þetta hefur verið mikil reynsla að upplifa svona atburð nánast í bakgarðinum!

Lokað er fyrir athugasemdir.