Vanþekking Jón Gerald Sullenberger á íslenskum lögum og reglugerðum

Jón Gerald Sullenberger er maður sem er gjarn á að halda fram hlutum sem hann hefur engan skilning á. Þessar hérna fullyrðingar eru gott dæmi um slíkt hjá honum.

jon.gerald.sullenberger.29-July-2013
Jón Gerald Sullenberger að bulla á Facebook þann 29-Júlí-2013. Skjáskot af Facebook.

Það eru nokkrir hlutir í þessu sem vert er að athuga, sem Jón Gerald hefur augljóslega ekki athugað annars kæmi ekki svona þvæla frá honum opinberlega. Það eina sem Evrópusambandið gerir kröfu um varðandi Ísland eru heilsufarsreglur matvæla (auk þeirra laga og reglna sem íslendingar sjálfir setja), og hefur Evrópusambandið víðtækar lög og reglur þar að lútandi (sjá nánar Matvælaöryggisstofnun Evrópusambandsins). Þessar reglur eru hluti af EES samningum. Aðildarríkin sjá síðan um að framfylgja þessum reglum með staðbundnum eftirlitsstofnunum eins og MAST á Íslandi. Ég nefni þetta sérstaklega, þar sem Jón Gerald hefur oft talað á móti Evrópusambandinu (sjá hérna), þó svo að ljóst sé að án Evrópusambandsins og EES samningins þá væri Jón Gerald ekkert að reka neina matvælabúð á Íslandi núna í dag. Vegna EES Samningins og Evrópusambandsins er íslenskur markaður mun frjálsari í dag en hann var fyrir nokkrum áratugum síðan, þegar EES samningurinn var ekki til.

Íslendingar hafa sín eigin tollalög. Þessi tollalög eru ekki hluti af EES Samningum, og eru því ekki nærri því lík þeim tollalögum sem Evrópusambandið hefur. Þessi tollalög ákvarða hvað er leyfilegt að flytja inn, og hvað er bannað að flytja inn. Íslensk tollalög hafa verið sett með hagsmuni Bændasamtaka Íslands að leiðarljósi, og banna nærri því allan innflutning á dýravörum. Hvort sem þær eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu, og þannig er tryggt í lögum einokun íslenskra bænda yfir markaðinum á Íslandi. Íslensk tollalög ákvarða einnig hvort að “Quinoa” er skilgreint sem fræ eða korn, og íslenskir stjórnmálamenn eru alltaf að breyta þessum skilgreingum milli þinga, og jafnvel oft á tíðum meðan þing situr. Síðan koma reglugerðir ráðherra og fleira til þess að flækja hlutina á Íslandi. Þannig að þó svo að “Quinoa” hafi einu sinni verið skilgreint sem korn, þá segja lögin líklega í dag að þetta eigi að skilgreina sem fræ.

Hvað karmellusóuna varðar, þá getur Jón Gerald sent þakkarbréf á þessum vandamálum sínum til Bændasamtaka Íslands, enda hafa Bændasamtök Íslands fengið það í gegn að á Íslandi er algert bann á innflutningi mjólkur og mjólkurvara. Þetta er allt saman vandlega búið að skilgreina í reglugerð sem Steingrímur J. Sigfússon setti árið 2012. Í því tilfelli sem Jón Gerald telur upp hérna, þá eru starfsmenn Mast einfaldlega að fara eftir reglum sem þeim eru settir af ráðherra og Alþingi íslendinga, undir vandlegri leiðsögn Bændasamtaka Íslands sem oft á tíðum senda ráðherrum og Alþingi þessar reglur bara í tölvupósti til lögfestingar.

Jón Gerald er því, eins og venjulega að gelta upp um rangt tré eins og venjulega. Ef Jón Gerald hefði haft fyrir því að kynna sér málið, þá vissi hann þetta allt saman og væri því ekki að gera sig af fífli á Facebook eins og sést hérna að ofan.