Framkvæmdastjóri Microsoft hefur rangt við

Eins og venjulega þá hefur Microsoft rangt við þegar það kemur að opnum hugbúnaði (undir GPL og skildum leyfum). Það þarf nefnilega ekki mikla sérfræðiaðstoð til þess að nota opin hugbúnað, það þarf bara fólk sem kann á viðeigandi hugbúnað. Munurinn er auðvitað sá að ekki þarf að treysta á lausnir eins fyrirtækis, heldur er hægt að fá fleiri en eina lausn og laga hana og breyta eftir þörfum þess fyrirtækis eða stofunar sem notar hana. Þetta er ekki hægt með hugbúnaði frá Microsoft, einnig að auki þá þarf að borga fyrir slíkar breytingar ef þær þarf að framkvæma. Þetta á sérstaklega við ef ekki er hægt að fyrirfram skilgreinar uppsetningar á kerfinu.

Það er mikið gleðiefni að ríkið ætli sér að fara að nota opin hugbúnað í auknum mæli. Þetta mun spara þeim leyfisgjöld til Microsoft. Leyfisgjöld sem jafnvel hlaupa á tugum milljóna á ári hverju.

Opinn hugbúnaður er að öllu leiti ódýrari (kostar oftast 0 kr að ná í af internetinu) heldur en rándýr lokaður hugbúnaður Microsoft eða Apple. Einnig sem að hægt er að keyra opin hugbúnað á tölvum sem eru ekki öflugar vélbúnaðarlega séð. Slíkt er ómögulegt með Windows XP og Windows Vista, hugbúnaður frá Apple er að mestu bundinn við tölvur frá Apple, þar sem að einokunin er alger og notendur eru lokaðir algerlega inní einu kerfi. Þetta veldur því einnig að skjöl sem eru framleidd með hugbúnaði sem er lokaður verða oftar en ekki ólæsileg innan nokkura ára, vegna þess að framleiðandinn er hættur að styðja sniðið og hefur jafnvel fjarlægt það úr viðeigandi hugbúnaði. Það er ólíklegt að slíkt gerist í opnum hugbúnaði, þar sem það er alltaf hægt að bæta inní samhæfni ef þörf er á henni. Stofnanir geta jafnvel gert slíkt sjálfar, þó svo að ekki sé stuðningur við slíkt í opinberu útgáfunni.

Ég hef notað Gentoo Linux frá árinu 2003 og prufaði aðrar linux útgáfur fyrir það. Ég mun aldrei aftur nota nota Windows eins og ég gerði fyrir þann tíma. Því miður er það þannig að maður losnar ekki alveg við Windows þó svo að ég vildi, einmitt vegna lokaðs hugbúnaðar. Það er einnig staðreynd að leikjaframleiðendur styðja ekki ennþá linux útgáfur almennilega í dag, sem er verra að mínu mati. Enda mundi ég miklu frekar vilja keyra leiki í linux heldur en Windows. Þar sem að líklegra væri að leikinir myndu keyra betur.

Næsta skref í linux væðingunni hjá mér er að setja upp Ubuntu Mobile á næsta farsíma sem ég fæ mér (Sony Ericsson X1).

Tengist frétt: Allt opið og ókeypis?