Gjaldeyrisviðskipti svo gott sem lömuð

Yfirlýsing Forsætisráðherra er gjörsamlega ótæk, enda hafa verið að berast af því fréttir að gjaldeyrisviðskipti hérna á landi eru svo gott sem lömuð. Hvorki fólk eða fyrirtæki fá ekki gjaldeyri til þess að sinna sínum viðskiptum.

Að virkja ekki gjaldeyrisskiptasamninga á þessum tíma er ekkert nema ábyrgðarleysi og sönnun þess að maðurinn er gjörsamlega ófær um að taka skynsamar ákvarðanir um framtíð landsins og hag þeirra sem byggja það. Það er allavegana augljóst að Forsætisráðherra hefur ekki hag þjóðarinnar að leiðarljósi þegar hann vill ekki virkja gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlöndin.

Tengist frétt: Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir er þörf krefur