Barnaskapur Íslenskra stjórnvalda

Það er mikill barnaskapur hjá Íslenskum stjórnvöldum að halda að lán frá Rússum fáist án skilyrða. Íslenskum stjórnvöldum ber nú þegar að hætta við þessa lántöku og leita til nú þegar til IMF og virkja þá gjaldeyrisskiptasamninga sem Íslenski Seðlabankinn hefur við aðrar Norðurlandaþjóðir. Það er stórhættulegt fyrir Íslenska þjóð að fá lán frá Rússlandi, enda ætla Rússar sér eitthvað með því að veita Íslendingum þetta lán. Þetta er ekki skilyrðslaust lán eins og eins og stjórnvöld hérna á Íslandi hafa haldið fram. Þetta mun aldrei verða skilyrðislaust lán eins Íslensk stjónvöld virðast halda.

Íslensk stjónvöld eiga að nú þegar að virkja gjaldeyrisskiptasamninga og festa gengi krónunnar við gengi Euro á hentugri krónutölu. Ennfremur eiga Íslensk stjónvöld nú þegar að sækja um neyðaraðstoð IMF og hefja endurreisnarstarfið á Íslenskum efnahag og Íslenskum fjármálaheimi.

Tengist frétt: Verstu mistökin