Óhæfur Geir Haarde

Geir Haarder er sú tegund manneskja sem getur talað ofboðslega mikið, en sagt ekki neitt í leiðinni. Núverandi klúður í þeim aðgerðum sem ríkið hefur farið í undanfarið skrifast eingöngu á Geir Haarde og skort hans á leiðtogahæfileikum, en einnig þeirri staðreynd að Geir Haarde neitar að horfast í augu við raunveruleikan eins og hann er í dag. Vandræðin stafa einnig af þeirri staðreynd að Geir er að verja óhæfan seðlabankastjóra, sem hefur með gerræðislegum vinnubrögðum sínum eyðilagt fjármálegt traust á Ísland og á sama tíma kostað landið milljarða í tekjur og hækkað skuldir ríkissins á sama tíma í hlutfalli við það.

Almenningur í landinu á rétt á því að hæft fólk taki við stjórn landsins til þess að leiðrétta þau mistök sem Davíð og Geir hafa gert. Þessi mistök hafa nefnilega ekki bara kostað Íslendinga peninga, heldur einnig orðsporið erlendis og slíkt tekur langan tíma að byggja upp.

Ísland er ónýtt fjárhagslega og einnig er orðsporið ónýtt vegna aðgerða þessara manna. Þrátt fyrir það lætur almenningur þetta yfir sig ganga. Ég velti því fyrir mér hvenar almenningur fær nóg og heimtar afsögn þessara manna og ríkisstjórnarinnar allrar, þar sem augljóst er að grundvöllurinn fyrir þessari ríkisstjórn og alþingi er löngu brostinn og orðin handónýtur að auki.

Ástæðan fyrir því að það gengur svona illa að koma gjaldeyrisviðskiptum í lag er að enginn banki skiptir Íslensku krónunni, gengi Íslensku krónunnar hefur ekki verið skráð hjá ECB síðan 9 Október 2008. Aðrir bankar eru einnig hættir eða að hætta skrá gengi krónunnar.

Tengist frétt: Ekki persónugera viðfangsefnin