Forseti Íslands á að boða til kosninga nú þegar!

Það er orðið augljóst að ríkisstjórn Íslands er ekki fær um, vegna vanhæfni að bjarga efnahag Íslands. Einnig sem að Forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar er að verja seðlabankastjóra sem er bæði vanhæfur og kemur í veg fyrir aðkomu IMF að björgunarstarfi hérna á Íslandi.

Núverandi ástand gengur ekki lengur og þessvegna á Íslenska þjóðin að krefjast alþingskosninga nú þegar svo að hægt sé að hefja björgunarstarf á Íslenskum efnahag og ímynd Íslands og Íslensku þjóðarinnar. Staðan eins og hún er í dag er gjörsamlega óþolandi.

Ég hef stofnað facebook hóp til stuðnings þess að Forseti Íslands boði tafarlaust til kosninga hérna á landi.

Hægt er að komast í facebook hópinn hérna.