Hvað svo, Ögmundur ?

Ögmundur Jónsson, fyrrverandi Heilbrigðisráðherra vill losna við IMF samkvæmt viðtali í Davíðs Morgunblaðinu. Þetta viðhorf kemur ekkert á óvart, enda tilheyrir Ögmundur þeim hópi fólks sem skiptir aldrei um skoðun, gildir þá einu hversu rangt viðkomandi hefur fyrir sér í viðkomandi máli.

Staðreyndin er mjög einföld. Ísland þarf á hjálp IMF að halda, svo illa stödd erum við. Efnahagskreppan í Asíu var bara einföld miðað við það sem gengur yfir Ísland þessa mánuðina.

Ef að Ögmundur vill losna við IMF. Þá verður Ögmundur einnig að bjóða uppá sambærilega leið og IMF kemur með. Það hefur hann ekki gert hingað til, frekar en aðrir í Vinstri Grænum sem tala á þessum nótum. Þangað til að þetta fólk og Ögmundur kemur með viðunandi lausn á því hvernig skal bregðast við vandanum án hjálpar IMF, þá er augljóst að þetta tal hjá Ögmundi er bara bull útí loftið og á lítið skylt við staðreyndir málsins.

Ögmundi er frjálst að vera með þessa skoðun. Þessi skoðun hans er þó ekki hafin yfir gagnrýni, og það er alls óvíst að skoðun hans á málinu sé rétt og í samræmi við þær staðreyndir málsins eins og þær eru í raun. Óháð túlkun Ögmundar.

Fréttir af skoðunum Ögmundar.

Ögmundur: Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn verður að hverfa burt hið allra bráðasta
Ögmundur: Höfum staðið rangt að málum, látið stjórnast af hótunum og verið fljótfær

Við höfum ekkert val varðandi IMF

Þeir sem vilja að IMF hætti afskiptum af hinu íslenska efnahagshruni verða að koma með sambærilega lausn á vandamálum Íslands og IMF bíður uppá. Það er alveg augljóst að IMF er ekki góð lausn, því miður er IMF eina lausnin sem íslendingar hafa þessa dagana, og það er ekkert að fara að breytast á næstunni.

Staðan er einfaldlega sú að efnahagslega séð höfum við málað okkur útí horn, og við þurfum á hjálp að halda. Það hefur einnig verið ljóst að það er erfitt að taka til í fjármálum eftir óstjórn, sérstaklega þegar sú óstjórn hefur varað í heil 16 til 18 ár.

Frétt Pressunar.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður æ óvinsælli: Meirihluti á þingi að segja bless og nei takk

Icesave í einföldu máli fyrir íslenska hálfvita

Hérna er tilraun til þess að útskýra Icesave málið fyrir íslenska hálfvita, sem kjósa af einhverjum ástæðum að trúa frekar bullinu í íhaldinu (sem þó samþykkti Icesave áður en þeir fóru í stjórnarandstöðu, þó ekkert hefði breyst tæknilega í málinu).

Icesave málið í einföldu máli fyrir íslenska hálfvita.

Íslenskur banki stofnar útibú (ekki dótturfélag) í Bretlandi í Október árið 2006 (sjá hérna). Öll útibú íslenskra banka eru á ábyrgð innistæðutrygginasjóðs, og ríkissjóðs ef hann getur ekki ekki borgað út.

Íslensku bankanir hrynja eins og spilaborg sem þeir eru. Öll útibú í þeirra eigu lenda í ábyrgð íslenska ríkisins, það gildir einu máli hvað bankinn heitir. Dótturfélög þessara banka eru á ábyrgð þeirra landa sem þau starfa í, ekki íslenska ríkisins. Útibú þessara banka eru hinsvegar á ábyrgð ríkisins vegna þess að innistæðusjóður er ekki fær um að borga út þær tryggingar sem honum ber að gera samkvæmt lögum.

Útibú allra annara banka en Landsbankans standa undir þeim ábyrgðum sem af þeim hlýst, þannig að ekkert lendir á íslenska ríkinu. Dótturfélög bankana eru gerð upp samkvæmt lögum þeirra landa sem þau störfuðu í, og ekkert lendir á íslenska ríkinu vegna dótturfélaga bankana.

Þegar farið er að gera upp Icesave. Þá kemur í ljós að Landsbankinn á ekki nægar eignir til þess að standa undir þeim ábyrgðum sem hljótast af útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Vegna þessa tekur íslenska ríkið þá ákvörðun að fá lán hjá bretum og hollendinum til þess að standa undir þessum ábyrgðum.

Icesave samningurinn snýst um hvernig skal standa við afborganir af þessum lánum breta og hollendinga til íslenska ríkisins vegna útibús Landsbanks í þeirra löndum. Það hefur margoft komið fram að búið er að greiða út flestar innistæður reikningseigenda þeirra sem voru peningana sína í Icesave útibúi Landsbankans.

Fullyrðingar InDefence, framsókarflokksins og sjálfstæðisflokksins um Icesave standast ekki nánari skoðun. Það er vitað að Landsbankinn var í raun kominn á hausinn þegar eignir hans voru frystar samkvæmt breskum lögum. Eignir Landsbanks í hollandi voru ekki frystar, eftir því sem ég kemst næst. Það sama var í gildi um Kaupþing á þessum tíma, þrátt fyrir fullyrðingar um annað í fjölmiðlum á þeim tíma og til dagsins í dag.

Icesave málið er ekki tengt ESB og EES. Eins og andstæðingar ESB og EES hafa haldið fram undanfarna mánuði. Staðreyndin er nefnilega sú að í lögum um bankastarfsemi yfir landamæri, þá er heimild fyrir því að banna stofnun útibúa frá heimalandi bankans vegna ábyrgðarmála. Heimildin hefur því alltaf verið til staðar, en var í reynd aldrei notuð. Þeir sem trúa því að Icesave sé tengt ESB eiga skilið að vera kallaðir hálfvitar, og réttilega svo. Icesave er, og hefur alltaf verið hugverk og framkvæmd íslenskra bankamanna og með samþykki íslensku þjóðarinnar til lengri tíma. Almenningur kvartaði ekki yfir Icesave þegar vel gekk á Íslandi, jafnvel þó svo að stofnun Icesave hefði átt að hringja nokkrum viðvörunarbjöllum hjá almenningi, vegna ábyrgðarmála. Ekkert slíkt átti sér stað á sínum tíma.

Það er staðreynd að Davíð Oddsson lækkaði bindiskyldu erlendra útibúa bankana niður í ekki neitt árið 2003, og meira síðar á erlend útibú. Davíð Oddsson hinsvegar kennir öðrum um sín eigin mistök og vanþekkingu. Slíkt gera menn sem kunna ekki annað. Ef að það hefði verið eðlileg bindiskilda á Landsbankanum og Icesave útibúunum, þá hefði minna, eða jafnvel ekki neitt fallið á íslenska ríkið við hrun Landsbankans.

Það tekur á að borga skuldir sínar, hvort sem þær koma í formi ríkis eða persónulegar skuldir. Illu er hinsvegar best af lokið, og skuldir eru mjög hátt á þeim lista. Íslenska þjóðin á ekki, og má ekki hlaupast undan ábyrgð að borga Icesave. Vegna þess að ef við borgum ekki Icesave, þá erum við í raun að viðurkenna að íslenska þjóðin sé ekkert nema þjófar og ekki húsum hæfir í samfélagi þjóðana. Það gildir einu þó svo að Landsbankinn hafi verið einkafyrirtæki. Íslenska þjóðin var ábyrgðamaður allra bankana samkvæmt lögum sem íslenska þjóðin hefur samþykkt að ganga að, og samþykkir ennþá í dag.

Orðagjálfur einangrunarsinna, stjórnarandstæðinga og annara öfgamanna sem eru á móti öllu mögulegu alþjóðasamtarfi, þó sérstaklega EES og ESB á að leiða hjá sér. Þetta fólk hefur aldrei viljað bera ábyrgð á einu eða neinu þegar á reynir. Hagsældina er að finna í samvinnu ESB, og með upptöku evru. Þannig er líka öruggt að við gegum borgað niður Icesave án þess að það skerði lífsskilyrði almennings á íslandi mjög mikið. Eins og annars væri hættan á. Ég mæli síðan með því að fólk taki ekki mark á einangrunarklúbbnum Heimssýn, stofnandi þess hóps er maður sem var á móti EFTA og EES á sínum tíma. Í bæði skiptin spáði hann verri lífsskilyrðum fyrir íslendinga við inngöngu í EFTA og EES. Í bæði skiptin hafði hann rangt fyrir sér. Þess má einnig geta að máflutningur Heimssýnar hefur aldrei byggst á staðreyndum, heldur á eingöngu á hræðsluáróðri og lygum.

(Þetta var örlítið flóknara en ég ætlaði, en þetta er samt einfaldasta útgáfa sem ég get komið með á þessu grífurlega flókna máli og öllum þráðum, og sjónarhornum þess.)

[Uppfært þann 5. Október 2009 klukkan 20:01]

Heldur formaður Framsóknarflokksins að íslendingar séu bjánar

Formaður framsóknarflokksins heldur augljóslega að íslendingar séu bjánar. Sá maður sem þarna er vitnað er til er óbreyttur þingmaður smáflokks í Noregi. Hingað til hefur Noregur sagt að Icesave málið verði að leysa áður en lán frá þeim fráist greitt.

Formaður framsóknarflokksins er að blása upp moðreyk í andlitið á íslendingum. Ég veit ekki í hvaða tilgangi þetta þjónar hjá honum. Fyrir utan að fá umfjöllun í fjölmiðlum.

Það er hinsvegar augljóst að Sigmundur er búinn að taka einn Davíð Oddsson með þessu lánatali sínu.

Rangt hjá þér Árni Mathiesen

Bullið í Árna Mathiesen og sá hvítþvottur sem hann er að reyna að beita þarna er hrikalegur. Staðreyndin er að íslensk stjórnvöld sögðu sig frá gerðardómnum, þessi afsökun Árna fyrir því að íslensk stjórnvöld tóku ekki þátt í þessum gerðardómi eru ekki ný á nálinni, en eru ekkert réttari þrátt fyrir það.

Íslensk stjórnvöld gátu leyst Icesave málið með gerðardómi á sínum tíma, en kusu að gera það ekki. Seinni tíma afsakanir og útúrsnúningar Árna Mathiesen breyta engu þar um í þessu máli.

Frétt Pressunar.

Árni Mathiesen: Við vorum sviknir um gerðardóm í Icesave málinu

Því sem var sleppt í frétt um mat Deutsche Bank á íslenskum efnahag

Nokkrir fjölmiðlar hafa verið að endurbirta upphaflegu þýðingu Davíðs Morgunblaðsins á frétt þess efnis að íslenska krónan muni bjarga íslendingum fyrr úr kreppunni.

Það virðist sem þó að þeir á Morgunblaðinu hafi ákveðið að sleppa nokkrum óþægilegum staðreyndum, sem íslendingar þurftu ekkert að vita.

Looking ahead we see potential for the two case studies to diverge. Iceland’s floating exchange rate, such a foe last year, could become a friend. Over recent quarters it has helped Iceland export its recession while huge competitiveness gains combined with valuable natural resources and the potential for E(M)U entry offer Iceland a chance to emerge from this crisis, of historical proportion by any standards, pretty rapidly over the coming 1-2 years. In contrast Ireland is struggling to improve competitiveness while searching for a new business model. In the absence of growth and at the risk of deflation, paying down its ballooning debt burden will become an increasing challenge. While the downside risks to the Icelandic economy remain hefty, in our view the upside is more obvious than in the case of Ireland.

Það er ekki verið að tala um að efnahagur sé án áhættu, eins gefið er í skyn hjá Morgunblaðinu. Hinsvegar hefur krónan ákveðna kosti til styttri tíma litið, sérstaklega þar sem að íslendingar eru aðalega að flytja út vörur þessa dagana, en innflutningur er minni. Þarna er ekki talað um áhrifin til lengri tíma, sem eru að öllum líkindum neikvæð. Önnur neikvæð áhrif af íslensku krónunni er áhrifin á almenning, þ.e hærri verðbólga og vextir osfrv, til lengri tíma. Allt þetta sést mjög vel þegar saga íslensks efnahagslífs er skoðuð yfir langt tímabil. Það vandamál sem írar eru að fást við, er í raun sama vandamál og finnar eru að fást við. Útflutningur hefur dregist saman, og fyrirtæki hafa verið að draga saman í framleiðslu og útflutningi. Þegar hinsvegar útflutningur mun lagast, sem hann gerir á endanum. Þá gæti Írland endað með betri stöðu en Ísland á endanum.

Frétt FT.com

Iceland is now better off than Ireland, German bank says

Sjálfhverfa íslendinga

Sjálfhverfa Íslendinga er alveg rosaleg. Í nýlegri innsendri grein er verið að velta því fyrir sér hvort að Norðmenn séu vinir í raun, þar sem þeir vilja ekki lána okkur pening til þess að koma hlutunum af stað eftir bankahrunið og efnahagshrunið.

Staðreyndin er að Norðmenn eru vinir í raun, en jafnvel vinir lána ekki fólki nema að vera viss um að fá það til baka það sem var lánið. Staðan með íslendinga er mjög einföld, það er afskaplega óvíst að þau lán sem veitt eru fáist nokkurntíman endurgreidd. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar eru að þrjóskast við að endurgreiða Icesave lánin sem voru tekin vegna hruns Landsbankans. Það er nóg til þess að viðvörunarbjöllur hringi hjá vinum okkur á Norðurlöndum.

Færeyingar og Pólverjar voru búnir að lofa láni áður en Icesave lánamálið kom upp. Þeir stóðu auðvitað við loforð, eins og þeir heiðursmenn sem þeir eru.

Greinin á Silfur Egils á Eyjan.is

Norðmenn og neyðaraðstoðin

Íslenska þjóðin er ekki lengur hrædd

Íslenska þjóðin er ekki lengur hrædd. Í kjölfarið á bankahruninu þá komst upp um það tengsla og vinanet sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið, og það hefur alltaf verið þannig að þegar vinir stjórnmálamanna klúðruðu málinu, þá var þjóðin látin borga með því að fórna lífsskilyrðum sínum, annaðhvort á verðbólgubáli eða með gengisfellingu krónunnar. Sá hópur sem er valdur af bankahruninu hefur komið fram við þjóðina af þvílíkri vanvirðingu að fá dæmi eru um slíkt í íslenskri sögu.

Í gegnum árin hefur íslenska þjóðin verið breytt ofbeldi af einum stjórnmálamanni á Íslandi, þessi stjórnmálamaður er Davíð Oddsson. Hann stóð þó ekki einn að þessu ofbeldi gagnvart þjóðinni. Davíð hafði sína aðstoðarmenn og sölumenn óttans. Allt sem ekki var Davíð þókanlegt, var þaggað niður eða ráðist á. Í dag hefur ekki orðið nein breyting á, enda er staða Davíðs sem ritstjóra á Morgunblaðinu ekkert nema slæmur brandari, og á lítið skylt við góða fréttamennsku. Enda er augljóst að Davíð Oddsson hefur ekki eitt einasta vit á því hvernig gefa skuli út heilt dagblað. Það er mér reyndar til efnis að Davíð kunni á prentarann heima hjá sér.

Sú klíka sem Davíð hefur safnað í kringum sig er kölluð í daglegu tali Náhirðin, áður hét þessi sama klíka Eimreiðarhópurinn (einnig hérna). Í tíð þessa hóps hefur ein stærsta svikamilla átt sér stað í heiminum, þar sem íslenska þjóðin var rænd inn að beini af vinum og kunningum þessa hóps. Síðan var þjóðinni sendur ábyrgðarreikningurinn fyrir Icesave málinu, vegna þess að Davíð Oddsson afnam bindiskildu erlendra útibúa Landsbanks og annara banka niður í ekki neitt. Síðan var þjóðin látin bera ábyrgð á þessu (samkvæmt lögum, sem þessum mönnum þeir vissu alveg að væru í gildi) öllu saman, og á endanum var reikningurinn þjóðinni til borgunar, og núverandi stjórnvöld þurfa síðan að þrífa upp allt bankavesenið eftir þetta fólk og vini þeirra.

Tilgangur þess að fá Davíð Oddsson í ritstjórn Morgunblaðsins er að mestu leiti tvennur. Að reyna að fella núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG, síðara atriðið er að berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Bæði atriðin verða byggð á lygum, blekkingum og sögufölsunum af hendi Morgunblaðsins og runnin undan þeim einstaklingum sem eru innan náhirðarinnar (eimreiðarhópsins) í dag. Það liggur einnig fyrir að með þessari stöðu, þá nær Davíð einnig stjórn aftur á sjálfstæðisflokknum. Þessi stjórn verður bein, og núverandi formaður verður bara sock puppet fyrir Davíð Oddsson. Það hefur legið fyrir að Davíð gremst að hafa ekki stjórn á sjálfstæðisflokkum, það er hann búinn að laga í dag. Andstaðan við inngöngu Íslands verður byggð upp á tveim atriðum, Morgunblaðinu og síðan samtökunum Heimssýn, en það er alveg ljóst að Davíð mun nota tækifærið núna og ná tökum á þeim samtökum og reka þau eins og honum sýnist gegn hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Síðan koma ýmiss önnur samtök, eins og t.d Bændasamtökin, það hinsvegar liggur ekki fyrir hvort að aðildar tengdir Davíð eru þar innanborðs eða ekki nú þegar. Sú mynd mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Ástæðan fyrir andstöðunni við ESB er mjög einföld, aðild Íslands að ESB mun skerða völd þessara manna talsvert í þjóðfélaginu. Þar sem í Brussel er bara hlegið af Davíð og hans klíku, síðan er löggunni sigað á þá ef þeir brjóta lög. Þetta veit Davíð, og er hræddur. Því er hann á móti ESB og öllu sem þar er að finna. Það er einnig ljóst að Davíð og hans klíku stendur á sama um þjóðina. Þar sem að aðild Íslands að ESB mun bæta lífsskilyrði almennings margfalt frá því sem núna er.

Í kjölfarið á bankahruninu, þá hætti Íslenska þjóðin að vera hrædd við stjórnmálamenn, og Íslenska þjóðin hætti að vera hrædd við Davíð Oddsson og klíkuna hans. Það viðhorf hefur ekkert breyst, og mun ekkert breyast. Tilraunir Davíðs og hans manna til þess að ná aftur völdum í þjóðfélaginu eru dæmdar til þess að mistakast í dag. Enda er Íslenska þjóðin búin að fá nóg af frekju og yfirgangi Davíðs og hans manna. Í dag er Íslenska þjóðin ekki hrædd við stjórnmálamenn, hvorki núverandi eða fyrrverandi. Íslenska þjóðin nefnilega veit sem er að hún getur losað sig við þessa stjórnmálamenn ef því er að skipta. Gildir þá einu hversu öflugir leiðtogar þessir stjórnmálamenn hafa. Þetta er ein af þeim afleiðingum bankahrunsins, og þetta vita flestir Íslendingar í dag.

Tími Davíðs er liðin, og hann er ekkert að koma aftur, og mun aldrei koma aftur. Jafnvel þó svo að Davíð reyni eins og hann getur að koma sér aftur fyrir í valdastöðu til þess að hafa áhrif á stöðu mála á Íslandi. Þeir einu sem fagna honum í dag eru fólkið í klíkunni hans Davíðs, eða einstaklingar sem er gjörsamlega blindir á misnotkun Davíðs í gengum árin. Það er einnig stór spurning hvort að tími sjálfstæðisflokksins sé ekki einnig liðinn, nægan skaða hefur þessi flokkur valdið þjóðinni í gegnum árin, með fullþingi framsóknarflokksins.

Óraunhæfir íslendingar og ójarðtengdir fjölmiðlamenn

Ég er að komast á þá skoðun að íslendingar séu upp til hópa óraunsæisfólk. Sem hvorki nennir eða hefur áhuga á því að meta stöðuna fyrir það sem hún er. Núna er fólk brjálað yfir því að það sé ekki búið að gera neitt varðandi efnahagshrunið. Þó svo að staðreyndin sé í reynd allt önnur.

Það virðist vera ríkjandi skoðun að þar sem áhrifin sjáist ekki strax, þá hafi það einfaldlega ekki gerst. Ekkert gæti verið fjarri sanni. Það er búið að gera fullt á stjórnmálasviðinu, t.d er innflutningi og útflutningi haldið gangandi á Íslandi.

Flest svið samfélagsins eru ennþá starfandi, og fólk getur ennþá verslað í matinn. Staðreyndin er að hrunið á Íslandi hefði getað endað mun verra.

Raunsæið segir manni að best sé að henda krónunni, styrkja efnahaginn með því að gerast aðili að ESB og styrkja tengslin við önnur Evrópuríki innan ESB. Það er óraunsæi að fara í hina áttina.

Þetta mættu sumir fjölmiðlamenn á Íslandi átta sig, áður en þeir stíga nýtt stef í bulli á blogginu sínu. Ég minni á, það er erfitt að komast á toppinn, en einfalt að detta niður á botnin. Það er ennþá einfaldara að missa sjónar umræðunni þegar viðkomandi starfar í fjölmiðlum. Enda er alltaf þægilegt að velja sjónarmið sem henta manni, en ekki sjónarmið sem eru óþægileg, jafnvel erfið.

Íslenskir fjölmiðlamenn þurfa sumir að komast í snertingu við raunveruleikan. Þar sem að margir af þeim hafa tapað því sambandi eftir hrunið. Hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki, en hún er örugglega áhugaverð.

Dramantík í framsóknarflokknum

Það vantar ekki dramantíkina í framsóknarflokknum, en það vantar einnig ekki heimskuna sem er þar á bæ. Það er nefnilega staðreynd að framsóknarflokkurinn er annar aðilin sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi, og þar að leiðandi einnig á Icesave sem ríkið þarf núna að gangast í ábyrgð fyrir.

Það er því alger fásinna hjá þingmanninum Höskuldi Þórhallssyni að kalla það ofbeldi ef að ríkisstjórnin þarf að breyta lögum um Icesave vegna athugasemda breta og hollendinga. Þetta er einnig ekkert nema tilfinningasemi sem hefur þann einnig tilgang að ná til fólks. Þess má einnig geta að þetta er rökvilla hjá Þórhalli, og nokkuð ljót þar að auki. Ef að þingmaðurinn Höskuldur getur ekki fjallað faglega og efnislega um Icesave, þá mæli ég með því að hann haldi kjafti og sleppi að gera sig að fífli eins og hann gerir núna.

Fréttin sem tengist þessari bloggfærslu.

Ofbeldi beitt til þess að ná breytingum í gegn