Ekki tilraun til tafa Ásmundur ?

Þingmaður VG Ásmundur Einar Daðason heldur því fram í svari til mín og annar sem gerðu athugasemdir við bloggfærslu hans, að Bændasamtökin séu ekki reyna að tefja stjórnsýsluna á Íslandi svörum við ESB. Þrátt fyrir þá fáránlegu kröfu sem Bændasamtökin hafa gert síðustu vikur um að þýða allan spurningalistann yfir á Íslensku, ekki bara þá kafla sem snúa sérstaklega af bændum. Enda er augljóst að í einhverjum tilvikum þá þarf að þýða spurningar svo að hægt sé að svara þeim. Í þeim tilfellum, þá er bara umræddur kafli þýddur og svarað (eða stakar spurningar, sem er hentugra). Síðan er umræddur kafli aftur þýddur yfir á ensku (eða stakar spurningar), svo að hægt sé að svara Framkvæmdastjórn ESB.

Svar Ásmundar um að þetta sé ekki tilraun til þess að tefja stjórnsýslu Íslands í að svara Framkvæmdastjórn ESB stenst því ekki. Vegna þess að ef Bændasamtökin svara ekki þessum spurningum, án þess að fá þær á Íslensku. Þá er alveg augljóst að svörin til Framkvæmdastjórnar ESB munu tefjast um einhverjar vikur, jafnvel nógu lengi til þess að ekki verður tekin afstaða um stöðu Íslands sem umsóknarríkis fyrr en í Mars 2010, í staðinn fyrir í Desember 2009 eins og stefnt er af að hálfu Íslands. Það liggur einnig fyrir að Bændasamtök Íslands hafa alveg efni á að borga sjálf fyrir þýðendur, enda fá Bændasamtök Íslands 580 milljónir króna frá Íslenska ríkinu á fjárlögum 2009 (heimild neðst í færslunni).

Það má einnig benda á þá áhugaverðu staðreynd að Ásmundur lokaði á þann möguleika að leyfa óskráðum að gera athugasemdir við bloggfærslunar hjá sér. Líklegt er að mitt svar hafi orðið valdur af því. Ég bendi á að Ólína Þorvarðardóttir gerir einnig slíkt hið saman, munurinn er þó að eftir að Davíð Oddsson var ráðin ritskoðari á Morgunblaðinu, þá hefur Ólína lokað blogginu sínu samkvæmt svörum hennar (ennþá óstaðfest sem stendur). Eftir að Davíð Oddsson varð yfirritskoðari á Morgunblaðinu, þá eyddi ég út mínum aðgangi á blog.is og hvet alla til að gera slíkt hið sama.

Styrkir til Bændasamtaka Íslands frá Íslenska ríkinu.

Samið um breytingar á búvörusamningum – mikilvægt skref til þjóðarsáttar segir landbúnaðarráðherra (Apríl 2009)

Fjárlög 2009 – Sjávar og Landbúnaðarráðneyti

Bændasamtökin geta sjálf borgað fyrir sýnar þýðingar

Það er alveg augljóst að Bændasamtökin geta borgað fyrir sýnar þýðingar á spuringalista ESB sjálf. Enda virðast Bændasamtökin geta staðið í því að borga undir rassin á einangrunarsinnunum í Heimssýn (sjá frétt DV hérna). Í þennan áróður virðast Bændasamtökin eyða miklum pening, enda er þetta ekki ódýrt sem Heimssýn er að gera þessa dagana.

Af því leiðir er sú krafa sem Jón Bjarnasson Landbúnaðarráðherra setur fram ekkert nema tóm helvítis þvæla, og rúmlega það. Það er alveg augljóst að Bændasamtökin hafa alveg efni á því að borga fyrir sýnar þýðingar sjálf, ef þau þurfa þess til þess að getað svarað spurningum í spurningarlista ESB til Íslenska ríkisins.

Frétt Rúv.

Umsóknin fari fram á íslensku

Kunna bændasamtökin ekki ensku ?

Ekki skil ég afhverju Bændasamtökin vilja láta þýða þetta fyrir sig. Geta þau ekki þýtt þetta sjálf, og svörin þegar þau eru búin að svara. Í staðinn fyrir að eyða peningum í þýðingarkostnað fram og til baka varðandi þessar spurningar. Eða kunna Bændasamtökin kannski ekki ensku, og vita ekki um hvað málið snýst.

Frétt um ensku tregðu Bændasamtakana.

Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku

Upplýsingavefur Utanríkisráðneytisins um ESB aðildarviðræður

Utanríkisráðneytið hefur opnað upplýsingavef um aðildarviðræður Íslands við ESB. Þar er margt gagnlegt að finna, meðal helstu upplýsinga sem eru þarna, eru upplýsingar um aðildarferlið sjálft og hvernig þetta virkar allt fyrir sig.

Hægt er að fara inn á upplýsingavef Utanríkisráðneytsins hérna fyrir neðan.

Upplýsingavefur – Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Bændasamtökin reyna að tefja svör ríkisstjórnar til ESB

Það berast fréttir af því í dag að Bændasamtökin hafi farið fram á það við Utanríkisráðuneytið að fá spurningar ESB sérstaklega þýddar á íslensku, svo hægt sé að kynna þær félagsmönnum Bændasamtakanna. Það er auðvitað fáránlegt að Bændasamtökin skuli fara fram á þetta, enda er hérna eingöngu um að ræða spurningalista frá ESB. Tilgangur þessa spurningalista er eingöngu sá að gefa Framkvæmdastjórn ESB yfirlit yfir stöðu mála á Íslandi, sem slíkt þá er þessi listi eingöngu mál ríkisstjórnarinnar og viðkomandi ráðuneyta, þar sem málaflokkanir ná til allra ráðuneyta á Íslandi.

Þessi spurningalisti hefur ekki mikið vægi þegar það kemur að aðildarviðræðum sjálfum, enda eru þetta eingöngu spurningar svo að Framkvæmdastjórn ESB fái yfirlit yfir stöðu mála á Íslandi, eins og áður hefur verið nefnt.

Bændasamtökin hafa lýst því yfir að þau séu á móti inngöngu í ESB. Ástæður þessar andstöðu þeirra við ESB eru bæði undarlegar og bera þess merkis að þarna sé ekki verið að hugsa um hag bænda, heldur sé eingöngu verið að vernda þá einokun sem ríkir á matvælamarkaðinum hérna á Íslandi. Bæði í sláturhúsum og hjá söluaðilum, það er nefnilega þannig að milliliðir landbúnaðarvara á Íslandi græða á meðan bóndinn situr uppi með sveitt ennið og skuldinar sem fylgja óhagstæðum búskap á Íslandi. Við inngöngu í ESB. Þá skapast forsendur fyrir hagstæðum búskap á Íslandi, í fyrsta skipti í marga áratugi. Þetta virðast Bændasamtök Íslands ekki vilja, af einhverjum undarlegum ástæðum.

Fréttir af þessu máli.

Vilja ESB spurningar á íslensku
Bændur vilja spurningarnar frá ESB um landbúnað á íslensku

Framkvæmdastjórn ESB afhendir ríkisstjórn Íslands spurningalista

Næsta skref íslendinga í leiðinni að aðildarviðræðum við ESB hefur verið tekið í dag. Í dag afhenti Framkvæmdastjórn ESB spurningarlista vegna umsóknar Íslendinga um aðild að ESB, en Framkvæmdastjórn ESB mun ráðleggja Ráðherraráði ESB um næstu skref varðandi umsóknarferli Íslands að ESB.

Samkvæmt fréttum, þá þarf ríkisstjórn Íslands að svara rúmlega 2000 spurningum varðandi hin ýmsu málefni Íslands.

Fréttir af þessu máli.

Rehn afhendir spurningalista ESB

Vefsíður ESB.

Vefsíða Framkvæmdaráðs ESB
Vefsíða Ráðherraráðs ESB

Hvað með sannleikan Heimssýn

Einangrunarklúbburinn Heimssýn hefur aftur komið með rusl og tóma útúrsnúninga á vefsíðu sinni.

Þeir halda þessu hérna fram núna.

„Landinu er mjög umhugað að byggja upp þorskstofnana sem eru mikilvægur þáttur í hagkerfi þess. Stofnarnir kunna að vera að ná sér á strik en það verður gríðarleg andstaða við að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna í samræmi við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Michael Berendt, fyrrum embættismaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ritaði á bloggsíðu sína 27. júlí sl. í tilefni af umsókn Íslands um inngöngu í sambandið.

Þetta er tekið hérna.

Þetta þarna er útúrsnúningur. Það sem maðurinn segir er þetta hérna.

Fisheries could be a major stumbling block. Seafood accounts for almost half of Iceland’s exports and 10 per cent of its gross domestic product, which is quite something when another chunk of the country’s economy – the banking system – has disintegrated. The cod wars of the 1970s, when Iceland extended its territorial limits to 200 miles and the Royal Navy sent frigates to protect British fishing vessels, showed the depth of national feeling on this issue.

Even now international relations on fisheries policy remain poor. I gather for instance that Iceland has been excluded from negotiations on the management of mackerel stocks in the North Atlantic and has therefore opted out of catch allocations. The country is very concerned to rebuild cod stocks, which is a key economic asset. Stocks may be recovering but there will be intense opposition to surrendering quota to EU fishermen under the common fisheries policy. Just to add to the sensitivities, Iceland still has a whaling industry.

Tekið héðan.

Það liggur alveg ljóst fyrir að kvóti fyrir staðbundna fiskistofna í kringum Ísland mun eingöngu falla íslenskum sjómönnum í vil. Það sem gæti hinsvegar gerst eru breytingar á sameiginlegum kvóta, á þeim sameiginlegum fiskveiðistofnum sem íslenskir sjómenn veiða nú þegar úr, ásamt ESB, Norðmönnum, Færeyingum og fleirum.

Síðan má ekki gleyma fiskveiðisamkomulagi ESB við Íslands, sem er núna í gildi. Þetta samkomulag hefur verið í gildi síðustu 10 ár. Hægt er að lesa það samkomulag hérna.

Útúrsnúningur í frétt mbl.is

Á mbl.is er frétt hefur þennan titil „Getum lifað án Evrópu“, ætla mætti af þessum tiltli að þarna væri verið að vitna beint í þann sem rætt er við í fréttinni. Þegar fréttin er hinsvegar skoðuð nánar, þá kemur þessi setning hvergi fyrir í sjálfri fréttinni.

Jafnvel í enda fréttarinnar kemur þessi setning ekki fyrir. Þó svo að einhverjir reyni að túlka það sem Össur segir í enda fréttarinnar á þennan hátt sem lýst er í titli fréttar Morgunblaðsins.

Aðspurður hversu sterka stöðu Íslendingar hafa í viðræðunum segir utanríkisráðherrann að hann telji óhætt að segja að staða Íslands sé góð. „Sumir telja kannski að staða okkar sé veik því við höfum lent illa í fjármálakreppunni. En jafnvel án aðildar að Evrópusambandinu myndum við koma okkur út úr kreppunni fljótlega. Strax árið 2011 munum við sjá hagvöxt aukast hér á landi. Þannig ég hef ekki miklar áhyggjur, við förum ekki í viðræðurnar með það fyrir augum að við munum ekki komast af án Evrópu. Það getum við.“

Þetta er alveg rétt hjá Össuri, ástandið verður farið að batna á Íslandi árið 2011 (það er að segja, ef engin ný áföll lenda á íslendingum). Það sem hinsvegar er ekki talað um þarna er sá stöðugleiki sem fæst með aðild að ESB og upptöku evrunar. Sú kreppa sem núna ríkir í heiminum er þeirrar gerðar sem kemur einu sinni, til tvisvar á öld. Hinsvegar koma minni kreppur inn á milli. Það eru þessar litlu, staðbundnu kreppur sem íslendingar vilja og eiga að forðast. Það er best hægt með því að tengja íslenskt efnahagslíf við efnahagslíf aðildarríkja ESB, bæði með því að ganga í ESB og síðar með því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Enda er það staðreynd að íslenska krónan mun aldrei vera stöðugur gjaldmiðill, enda minnsti gjaldmiðill í heimi eftir því sem ég best veit.

Efnahagsmál aðildarríkja ESB eru alltaf á þeirra ábyrgð. Aðildarríki ESB skrifa þó undir samning þess efnis að sinna efnahag og ríkisfjármálum sínum á skynsamlegan hátt (Stability and Growth Pact), en á sama tíma að ýta undir efnahagslegan vöxt hjá sér.

Fréttin í heild sinni.

„Getum lifað án Evrópu“

Mun Jón Bjarnason stunda skemmdarstarfsemi á ESB aðildarviðræðum ?

Ég óttast að Jón Bjarnason sjávar- og landbúnaðarráðherra muni viljandi valda skemmdarverkastarfsemi á aðildarsamningi Íslands við ESB. Þá með því að koma fram með eitthvað sem ESB getur ekki uppfyllt, annaðhvort út frá jafnréttissjónarmiðum, eða þá að komið verði með kröfur sem eru gjörsamlega óraunhæfar.

Ég óttast þetta vegna þess að Jón Bjarnason er ekki traustlegur maður að mínu mati. Það er nefnilega ekkert sem gefur það til í kynna að hann muni standa við þær yfirlýsingar sínar að vinna að þessu máli að heilum hug. Fyrstu vísbendingar um slíkt eru nú þegar farnar að koma fram, en í fréttum Rúv þá vill Jón Bjarnason fresta aðildarviðræðum. Ástæðurnar sem hann gefur upp fyrir því að fresta aðildarviðræðum eru ekkert nema tóm della, og efnahagsleg staða Íslands mun spila lítið hlutverk í öllum aðildarviðræðum Íslands við ESB. Það sem helst þarf að hafa áhyggjur af eru gjaldeyrishöftin og hvernig skal styðja við krónuna eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin.

Frétt Rúv.

Vill fresta umsóknarferlinu að ESB