Bændasamtökin reyna að tefja svör ríkisstjórnar til ESB

Það berast fréttir af því í dag að Bændasamtökin hafi farið fram á það við Utanríkisráðuneytið að fá spurningar ESB sérstaklega þýddar á íslensku, svo hægt sé að kynna þær félagsmönnum Bændasamtakanna. Það er auðvitað fáránlegt að Bændasamtökin skuli fara fram á þetta, enda er hérna eingöngu um að ræða spurningalista frá ESB. Tilgangur þessa spurningalista er eingöngu sá að gefa Framkvæmdastjórn ESB yfirlit yfir stöðu mála á Íslandi, sem slíkt þá er þessi listi eingöngu mál ríkisstjórnarinnar og viðkomandi ráðuneyta, þar sem málaflokkanir ná til allra ráðuneyta á Íslandi.

Þessi spurningalisti hefur ekki mikið vægi þegar það kemur að aðildarviðræðum sjálfum, enda eru þetta eingöngu spurningar svo að Framkvæmdastjórn ESB fái yfirlit yfir stöðu mála á Íslandi, eins og áður hefur verið nefnt.

Bændasamtökin hafa lýst því yfir að þau séu á móti inngöngu í ESB. Ástæður þessar andstöðu þeirra við ESB eru bæði undarlegar og bera þess merkis að þarna sé ekki verið að hugsa um hag bænda, heldur sé eingöngu verið að vernda þá einokun sem ríkir á matvælamarkaðinum hérna á Íslandi. Bæði í sláturhúsum og hjá söluaðilum, það er nefnilega þannig að milliliðir landbúnaðarvara á Íslandi græða á meðan bóndinn situr uppi með sveitt ennið og skuldinar sem fylgja óhagstæðum búskap á Íslandi. Við inngöngu í ESB. Þá skapast forsendur fyrir hagstæðum búskap á Íslandi, í fyrsta skipti í marga áratugi. Þetta virðast Bændasamtök Íslands ekki vilja, af einhverjum undarlegum ástæðum.

Fréttir af þessu máli.

Vilja ESB spurningar á íslensku
Bændur vilja spurningarnar frá ESB um landbúnað á íslensku

2 Replies to “Bændasamtökin reyna að tefja svör ríkisstjórnar til ESB”

  1. Mér finnst allt í lagi að bændur fái þennan lista á íslensku. Samtökum þeirra hlýtur að vera heimilt að þýða þennan lista og dreifa honum ef þau telja að þess þurfi. Össur og félagar þurfa ekkert að eyða neinum tíma í það.

  2. Bændasamtökin eiga þá að þýða þennan texta sjálf, ekki að eyða tíma og peningum Utanríkisráðneytsins í slíkt. Bændasamtökin hafa nóg fjármagn milli handana til þess að láta þýða þessar spurningar fyrir sig ef þau þurfa þess.

Lokað er fyrir athugasemdir.