Jarðskjálfti uppá ML3,3 í Grímsfjalli

Jarðskjálfti uppá ML3,3 varð klukkan 01:19 UTC í Grímsfjalli, dýpi jarðskjálfans var 1,1 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands . Það er ekkert á þessari stundu sem bendir til þess að eldgos sé að fara gjósa í Grímsfjalli á þessari stundu. Það getur þó breyst án nokkurar viðvörunar.

EMSC segir að þessi jarðskjálfti sé ML4.3 að stærð. Ég veit því ekki á þessari stundu hvaða stærð telst vera rétt í þessu tilfelli. Það mun þó skýrast þegar jarðfræðingar fara yfir mælingar af þessum jarðskjálfta.

Texti uppfærður klukkan 11:39 CET þann 25. Febrúrar 2011.

Upplýsingar um jarðskjálftann á Nýja Sjálandi

Jarðskjálftinn sem varð í gær á Nýja Sjálandi var eftirskjálfti af jarðskjálftanum sem varð þar í September 2010 og var með stærðina Mw7.1.

Nánar um þann jarðskjálfta hérna.

NZ quake caused by unknown faultline (September 2010)

Meðal þess sem gerðist í kjölfarið á þessum Mw6.3 jarðskjálfta í Nýja Sjálandi í gær var að 30 milljón tonn af ís brotnuðu af jökli sem er þarna á Nýja Sjálandi í nágrenni við upptök þessa jarðskjálfta. Eignartjón er einnig gífurlegt og manntjón hefur orðið eins og komið hefur fram í fréttum fjölmiðla frá því að þessi jarðskjálfti átti sér stað.


Quake shakes 30m tonnes of ice off glacier

Ástæða þess að jarðskjálftinn í Nýja Sjálandi olli svona miklum skemmdum eins og raunin varð er sú staðreynd að dýpi þessa jarðskjálfta var aðeins 5 km. Ofan á þetta varð síðan mikil þyngarhröðun sem var rúmlega 1G, en í jarðskjálftanum fyrir ári síðan var hröðunin aðeins 0.8G.

Reikna má með að margir eftirskjálftar sem nái stærðinni Mb5.0 eða stærri verði á þessu svæði næstu daga, vikur og jafnvel mánuði.

Það er einnig hætta á því að þessi jarðskjálfti boði fleiri jarðskjálfta á þessu svæði sem eru ekki eftirskjálfta þessa jarðskjálfta.

Frétt um það.

Deadly quake could be sign of more to come

Jarðskjálftahrina nærri Geysi í Hauakadal

Samkvæmt sjálfvirku mælakerfi þá hófst jarðskjálftahrina nærri Geysi í Haukadal klukkan 01:34 UTC þann 9 Janúar 2011. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu er ML2,7 og var dýpi þessa jarðskjálfta 4,2 km. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálftahrina haldi eitthvað áfram, þó er mjög erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Enda verða ekki margir jarðskjálftar á þessu svæði.

Ég reikna fastlega með því að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á bóndabæjum sem eru næst upptökunum.

Jarðskjálfti uppá Mw7.2 í Chile á Bio-Bio svæðinu

Í kvöld klukkan 20:20 UTC varð jarðskjálfti uppá Mw7.2 í Chile, dýpi þessa jarðskjálfta var 15 km samkvæmt EMSC. Þessi jarðskjálfti átti sér stað á svipuðum slóðum og jarðskjálfti sem var uppá Mw8.8 í Febrúar 2010. Sem stendur hafa engar fréttir borist af tjóni á svæðinu, en reikna má með að þær fréttir berist fljótlega.

Upplýsingar EMSC (þessi slóð getur orðið úrelt án fyrirvara).

Fréttir af þessum jarðskjálfta.

Earthquake of 7.2 magnitude hits off Chile coast (BBC News)
Major earthquake strikes central Chile (CNN)

Jarðskjálfti uppá Mw7.4 nærri Bonin eyju í Japan

Samkvæmt EMSC þá varð jarðskjálfti uppá Mw7.4 á 48km dýpi nærri Bonin eyju í Japan klukkan 17:19 UTC. Ennþá liggur ekki fyrir hvort að flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út eða ekki. Næsta byggð við þennan jarðskjálfta er í rúmlega 1000 km fjarlægð frá upptökum þessa jarðskjálfta.

Uppfært klukkan 17:47 UTC þann 21. Desember 2010.

Jarðskjálfti uppá ML3,9 norður af Grímsey

Núna í morgun klukkan 09:00 UTC varð jarðskjálfti uppá ML3,9 á 14,7 km dýpi samkvæmt sjálfvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í Grímsey. Það er ennfremur ljóst að stærð og dýpi þessa jarðskjálfta mun breyast þegar jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands mun fara yfir stærð þess jarðskjálfta.

Ég reikna með því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í Grímsey.

Jarðskjálfti uppá ML3,4 í Grímsfjalli

Klukkan 03:19 UTC varð jarðskjálfti uppá ML3,4 á ricther samkvæmt sjálfvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,5 km samkvæmt sömu sjálfvirku niðurstöðu. Á þessari stundu er óljóst hvort að eldgos sé að hefjast í Grímsfjalli eða ekki. Það ætti þó að skýrast á næstu klukkustundum hvort að svo sé raunin eða ekki.

Jarðskjálfti uppá ML4.0 í Blöndulóni

Samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands þá varð jarðskjálfti uppá ML4.0 í Blöndulóni klukkan 02:35 UTC þann 31. Október 2010. Dýpi þessa jarðskjálfta var 1km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í þeirri byggð sem er næst Blöndulóni.

Jarðskjálfti uppá ML3,7 norðan við Langjökul og Hofsjökul

Í kvöld klukkan 21:10 UTC varð jarðskjálfti uppá ML3,7 norðan við Langjökul / Hofsjökul. Þessi jarðskjálfti átti sér stað í jarðskjálftahrinu sem hófst á þessu svæði fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín á mjög afskekktum stað og því ólíklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist í byggð.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

Öflug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í kvöld um klukkan 20:15 UTC hófst mjög öflug jarðskjálftahrina djúpt útá Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftanir samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands hafa náð ML3,1 að stærð. Hinsvegar er alveg ljóst að þessir jarðskjálftar eru talsvert stærri miðað við það útslag sem er að koma á jarðskjálftamælana hjá mér á þessari stundu.

Hægt er að fylgjast með þessum jarðskjálftum á mælunum mínum hérna og á vef Veðurstofu Íslands.

Uppfært klukkan 21:08 UTC.

Samkvæmt vefsíðu EMSC þá kemur fram að stærsti jarðskjálftinn þarna var með stærðinga Mb4.8. Á meðan kemur fram á vefsíðu USGS með að stærðin hafi verið Mb4.9 á þessum sama jarðskjálfta. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi á þessu svæði þegar þetta er skrifað.