Langdrægt GSM kerfi

Það er gott mál að Síminn og Vodafone séu farin að þetta gsm kerfin hjá sér á þennan hátt. Þó ber að benda á þá staðreynd að langdrægt gsm kerfi eru mjög næm fyrir skuggasvæðum, sérstaklega langt í burtu frá sendinum. Þegar komið er að jaðar sendisvæðisins, sem getur verið allt að 80 til 100 km frá sendinum eftir veðri og aðstæðum. Þó ber einnig að nefna að móttaka á merki frá langdrægu gsm kerfi veltur einnig á gsm símtækinu, en venjulegir gsm símar vinna á 2W á 900Mhz sem þessi langdrægu gsm kerfi keyra á. Hættan er nefnilega sú að þó svo að gsm merki sé til staðar og komi inn að ekki sé hægt að hringja, vegna þess að merki gsm símans nær ekki til sendisins. Þetta vandamál hefur verið þekkt í mörg ár og er augljósast uppá fjöllum, þar sem er gsm merki en ekki hægt að hringja.

Þetta er minna vandamál í NMT kerfinu og væntanlegu langdrægu 3G kerfi (CDMA450, byggir á CDMA2000 staðlinum 3G útgáfu), sem bæði munu vinna á mun lægri tíðni. Sú tíðni er 450Mhz og er talsvert lægri en 900Mhz sem er notað í gsm á Íslandi. Hægt er að fá GSM 400, sem vinnur á 450Mhz og 480Mhz en sú tækni hefur ekki verið tekin í notkun hérna á Íslandi eða annarstaðar á norðurlöndum. Sú tækni hefði einfaldlega getað tekið við af NMT kerfinu fyrir mörgum árum síðan, en ekkert var gert og þessvegna er í dag verið að taka upp langdrægt kerfi til þess að taka við af NMT sem er ekki samhæft GSM staðlinum. Að mínu mati þá hefði verið hægt að leggja NMT kerfið niður fyrir hátt í 10 árum síðan ef að GSM400 hefði verið látið taka við af því kerfi, frekar en CDMA450 kerfið eins og raunin er í dag. Helsti kostur þess er að notendur hefðu aðeins þurft að vera með eitt símtæki, en þá hefði verið hægt að framleiða símtæki sem mundi vinna á GSM400/850/900/1800/1900 og 3G850/900/1700/1900/2100, allt í sama tækinu. Einnig sem að farsímanotendur hefðu getað notað eitt númer, en ekki tvö eins og raunin er í dag.

GSM 900 er einnig notað þar sem venjulegt gsm samband er til staðar, þó með minni sendistyrk en þeir gsm sendar sem drífa hátt í 100 km.

Tengist frétt: Síminn fjölgar sendum

Síminn prufar nýtt langdrægt farsímakerfi

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá er Síminn byrjaður að prufa nýtt langdrægt farsímakerfi sem á að taka við af NMT kerfinu á næsta ári. En umrætt kerfi vinnur á 450Mhz eins og NMT en hefur það fram yfir NMT kerfið að það er stafrænt og býður uppá öflugan gagnaflutning. Umrætt kerfi byggir á CDMA2000 staðlinum, en sá staðall er meðal annars hannaður til þess að keyra á 450Mhz, en sú útgáfa sem Síminn er að nota af umræddum staðli býður meðal annars uppá myndsímtöl og fleira í þeim dúr.

Samkvæmt Símanum þá munu þeir taka þetta kerfi í notkun í haust, en þá mun sala á farsímum fyrir þetta kerfi hefjast.

Langdrægt fjarskiptakerfi

Nýtt 3G kerfi símans er kerfi af gerðinni CDMA2000, en þetta kerfi er meðal annars hannað til þess að keyra á 450Mhz, sem er í dag notað af NMT farsímakerfinu. En NMT farsímakerfið er bæði orðið gamalt og þreytt kerfi. Og hætt er að framleiða tæki og varahluti fyrir það kerfi fyrir löngu síðan. En það virðist mikill ruglingur vera í gangi um hvaða tækni er hérna um að ræða, margir telja að um sé að ræða UTMS (3G) staðalinn, bara á 900Mhz. Það er ekki rétt, þó svo að 3G á 900Mhz sé að byrja, þá er það kerfi ekki langdrægt kerfi eins og CDMA-450 enda takmörkuð drægni í kerfum sem vinna á 900Mhz tíðninni.

CDMA2000 staðalinn er að komast í notkun í flestum löndum Evrópu á 450Mhz, þannig að þeir símar sem verða til sölu hérna á landi ættu þá einnig að virka erlendis að auki. Einnig sem ég vonast að hægt verði að fá bílasíma fyrir þá sem þurfa þess.

Sem stendur er Ísland eina landið sem ennþá rekur NMT kerfið, en slökkt var á NMT kerfinu um áramótin í Svíþjóð. En talsvert lengra er síðan Noregur og Færeyjar hættu rekstri NMT kerfisins. Ásamt Finnlandi og Danmörku.

Tengist frétt: 3G tekur við af NMT

Gölluð rannsókn, gölluð frétt

Rannsóknin um þessa meintu krabbameins hættu er gjörsamlega gölluð og hefur þessi rannsókn hvorki verið birt í vísindariti eða verið rýnt í hana af öðrum vísindamönnum.

Hérna er smá úr bloggi sem útskýrir þetta ágætlega.

Currently being peer-reviewed? This means this paper is unpublished and merely submitted for review. Further, it’s a very strange move to take a paper that is being considered for publication to put it into the public domain. This means that it’s either been rejected from wherever was supposed to take it, or the author doesn’t realize this will likely sabotage its chances of being published. I simply don’t understand this move. Dr. Khurana appears to be a legitimate scientist, but that doesn’t make this any less inappropriate a method of publishing such a result. Since he hasn’t gone through proper peer-review channels before making this article available I think this means it’s fair game for me to criticize, and there’s plenty of room for that.

For one, he has an entire section on „Popular Press and the Internet“ which consists of anecdotal reports of cancer clusters in the press, crank websites repeating false claims about cell phones and second-hand reporting on scientific articles. This is hardly a scientific approach to epidemiology or risk assessment, and should be dismissed out of hand as unworthy of discussion in a scientific paper. A review of the literature does not include citations of „www.EMF-Health.com“, no kidding, this is one of the sources he mentions. A website that sells the Q-link, a quack remedy for a nonexistent malady!

Restina af þessu bloggi er hægt að lesa hérna. Morgunblaðið ætti að biðjast afsökunar á því að hafa birt þessa rusl frétt. Nóg er ruglið í fjölmiðlum í dag.

Tengist frétt: Farsímar hættulegri en reykingar

Rangfærslur upplýsingafulltrúa Vodafone

Í grein á vefnum Strandir.is er að finna grein eftir upplýsingafulltrúa Vodafone þar sem að hann heldur því fram að kerfi Vodafone sé það stærsta á Íslandi í dag. Sú fullyrðing er röng hjá manninum. En kerfi Vodafone er annnað stærsta farsímakerfi á Íslandi, farsímakerfi Símans er það stærsta á Íslandi í dag. Þá er ég bara að tala um GSM kerfin.

Það sem upplýsingafulltrúi Vodafone gleymir að taka fram í þessari grein sinni er sú staðreynd að Vodafone hefur gert samning við Síman sem gerir það að verkum að áskrifendur að Vodafone geta notað kerfi Símans þegar þeir eru fyrir utan kerfi Vodafone.

Hægt er að bera saman útbreiðslu Vodafone og Símans saman hérna.

Vodafone (Vantar nýja senda inn, s.s Skagaströnd og aðra senda)
Síminn (Flestir nýjir sendar inni, mjög nýlegt kort)

Það er gleðiefni að Vodafone sé að stækka dreifikerfi sitt eftir marga ára stöðnun í þeim efnum. En það væri betra fyrir þá að halda sig við staðreyndir málsins, ekki koma með rangfærslur í fjölmiðla eins og upplýsingafulltrúi Vodafone gerir í Strandir.is.

Sama drægni og í 2G GSM á 900Mhz

Með því að færa 3G yfir á 900Mhz bandið þá næst sama drægni og í venjulegu 2G GSM kerfi í dag. En sú drægni er í kringum 35 km við bestu aðstæður. En með 3G á 2100Mhz eins og notað er í dag er drægnin aðeins í kringum 15 til 25 km við bestu aðstæður. En á hærri tíðni þarf meira afl til þess að ná sömu fjarlægð og lægri tíðnisvið.

Tengist frétt: Fær tilraunaleyfi fyrir 3G

Kominn með nýjan router

Starfsmaður Mílu kom fyrr í dag og lét mig fá nýjan router fyrir adsl-ið. Internet sambandið er strax farið að virka betur en það gerði áður. En stóra spurningin er reyndar sú hvort að adsl tengin hjá mér hættir að detta út eða heldur því áfram. Það er nefnilega erfitt að segja til um það hvort eitthvað sé að adsl sambandinu eða hvort að þetta var bara routerinn sem ég var að nota (sem vara router og ekki nýjasta gerð).

Hitt er svo annað mál að Síminn skuli ekki vera með neina þjónustu hérna í nágrenninu, en Míla er verktaki fyrir Símann í dag. Og þetta er ekki beint í þeirra verkahring að standa í að skipta út routernum.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að símaþjónusta á Íslandi snýst núna um peninga, ekki viðskiptavinin. En þetta breyttist hérna á landi þegar Síminn var einkavæddur og gróðasjónarmiðin tóku gildi.

Ég þakkaði starfsmanni Mílu kærlega fyrir nýjan router, enda ekki hægt annað.

Handónýtt adsl, dettur reglulega út og viðgerð gengur hægt hjá Símanum (Mílu)

Adsl tengingin hjá mér er biluð, ég veit það vegna þess að routerinn sem ég er að nota núna dettur út reglulega. Annaðhvort þá með því að tapa sync eða þá bara tapar sambandinu algerlega og þarf að enduræsa sig til þess að ná sambandi aftur við línuna. Svona lítur loggin út frá routernum.

Info 00:00:39 (since last boot) GRP Default destination is routed via gateway (ip talan mín)

Warning 00:00:39 (since last boot) PPP link up (Internet) [ip talan mín.]

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Ack received

Info 00:00:39 (since last boot) PPP PAP Authenticate Request sent

Info 00:00:20 (since last boot) xDSL linestate up (downstream: 0 kbit/s, upstream: 768 kbit/s)

Info 00:00:08 (since last boot) FIREWALL level changed to Standard.

Error 00:00:06 (since last boot) FIREWALL exact tcp state check (1 of 1): Protocol: TCP Src ip: 192.168.1.7 Src port: 19000 Dst ip: (einhver ip tala á internetinu) Dst port: 50353

Info 00:00:06 (since last boot) FIREWALL event (1 of 1): enabled rules

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS interface turned on.

Info 00:00:03 (since last boot) WIRELESS automatic channel selection done (channel = 1)

Warning 00:00:00 (since last boot) KERNEL Warm restart

En eins og þarna má sjá þá hef ég tapað sambandinu við adsl algerlega og routerinn endurræst sig í látunum. Þetta sést einnig á upptímanum á routernum.

Uptime: 0 days, 0:15:16

En síðast í dag gerðist þetta klukkan 15:00 eða þar um bil. Þar á undan gerðist þetta rúmlega sjö tímum áður. Þannig að adsl-ið er stöðugt að detta út hjá mér. Og hvað segir Síminn þegar ég hringi og kvarta yfir þessu, þeir ætla að senda þetta yfir í aðra deild og ýtreka þetta þannig að þurfi vonandi ekki að býða í tvær vikur eftir því að þetta verði lagað, en þjónustustigið útá landi er orðið þannig í dag að núna þarf maður að bíða í allt að tvær vikur eftir því að athugað er með línuna hjá manni eða að maður fái nýjan router frá símanum. En routerinn sem ég var með frá símanum var bilaður, enda virkaði sjónvarp yfir adsl ekki með þeim router, en gerir það með vara-routernum mínum sem ég er að nota núna. En það afsakar ekki ástandið á adsl-inu hjá mér og þá staðreynd að það er stöðugt að detta út.

Það að adsl-ið er alltaf að detta út er einstaklega sæmt fyrir mig, enda tapa ég þá sambandinu við tvær jarðskjálftastöðvar sem ég er með tengdar yfir internetið. Enda er plottið frá þeim stöðvum fullt af grænum línum, sem tákna þegar ég missti samband við stöðina og fékk ekki nein gögn send í jarðskjálftamæla tölvuna mína.

Gæði fyrirtækis má mæla, en mín mælieining í fjarskiptafyrirtækjum er sú hversu snögg þau eru að gera við bilanir og að þjónusta viðskiptavinin. Sem stendur þá er Síminn á botninum með allt að tvær vikur þangað til að maður er þjónustaður, slíkt er að mínu mati óþolandi, enda var þjónustan mun betri þegar Síminn var í eigu ríkisins, þá þurfti maður aðeins að bíða í þrjá daga, hámark viku eftir að bilun hjá manni var tekin fyrir og löguð.

Ég er grautfúll yfir þessu, enda er ekkert gaman að tapa sambandinu við internetið margoft á sólarhring. Einnig sem að internetið er hægt hjá mér og það gengur mjög illa að ná í vefsíður, svo illa að ég setti upp proxy þjón á staðarnetinu til þess að bjarga því litla sem hægt er að bjarga.

Ég er fúll og reiður viðskiptavinur Símans. Ég er einnig óánægður með þá þjónustu sem ég fæ þessa dagana og eftir að Síminn var einkavæddur.

Handónýtt sjónvarp yfir adsl

Sjónvarp yfir adsl er handónýtt hjá mér. Og er búið að gera margt til þess að reyna að laga það, ég er búinn að fá nýjan router og það er búið að mæla línuna hjá mér, margoft. En ekkert virkar og ég sit uppi með þetta hérna á skjánum þegar ég ætla að nota sjónvarp yfir adsl. Myndin kemur fyrst inn þegar ég kveiki á adsl myndboxinu, en þess á milli er það svartur skjár eða skilaboðin sem segja mér að ekki náist samband við þjónustuna og ég þurfi að reyna aftur eða tala við Símann.

Rúv+

Hægt er að nálgast stærri mynd hérna.

Og í þokkabót þá er Stöð 2 úti með „No Signal!“ á DVB-T móttakaranum og er víst búinn að vera þannig síðan klukkan 09:00 í morgun. Einhver bilun víst.