Innflutningshöft á Íslandi 2011 – ?

Það nýjasta í gjaldeyrismálum íslendinga er að núna er verið að leggja grunnin að nýrri haftastefnu með innflutningshöftum á vörum. Þetta er auðvitað í andstöðu við EES og EFTA aðild Íslands. Það virðist hinsvegar ekki skipta neinu máli hjá Steingrími J.

Þetta er reyndar í lögum núna í dag. Svona innflutningstakmarkanir. Það sem er hinsvegar verið að gera núna er að herða gjaldeyrishaftalögin enn á ný.

[13. gr. f. Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestinga í peningakröfum í erlendum gjaldeyri og öðrum sambærilegum kröfuréttindum sem ekki falla undir 13. gr. e, eru óheimilar.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fasteignaviðskipta erlendis eru óheimilar nema sýnt sé fram á að viðskiptin séu gerð vegna búferlaflutninga aðila. Hámarksfjárhæð gjaldeyriskaupa og fjármagnsflutninga vegna kaupa á einni fasteign sem tengjast búferlaflutningum er jafnvirði 100.000.000 kr.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestingar í öðrum eignum í erlendum gjaldeyri, þ.m.t. hrávöru, farartækjum og vinnuvélum, sem eru hvorki eðlilegur þáttur í atvinnustarfsemi aðila né ætluð til innflutnings fyrir framleiðslu hans, eru óheimilar. Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr.]1)

Lög um gjaldeyrismál, 1992 nr. 87

Breytingin sem á að fara í hljómar svona.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. f laganna:
a. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. koma fjórir nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í fasteign, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíkrar fasteignar, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta aftur í annarri fasteign innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 4. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l. Leigutekjur sem innlendur aðili fær af fasteign sinni erlendis er heimilt að nýta til að greiða fyrir rekstrarkostnað af þeirri fasteign, þrátt fyrir 13. gr. l.
b. Á eftir 2. málsl. 3. mgr. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í vélknúnu ökutæki, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíks vélknúins ökutækis, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta í öðru vélknúnu ökutæki innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 3. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal einstaklingum sem teljast til innlendra aðila heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands. Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabankans. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (rýmkun heimilda, aukið eftirlit, hækkun sekta o.fl.).

Á næstu árum munu gjaldeyrishöftin, og innflutningshöftin verða hert og þétt með tímanum. Þetta er mjög þekktur vítahringur sem núna á sér stað á Íslandi. Íslendingar geta gleymt því að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn muni breyta þessu ef þeir komast til valda.

Fréttir af þessu.

Má bara kaupa einn bíl á ári að hámarki 10 milljónir kr. (Viðskiptablaðið)

Gömul og ný íslensk króna

Það virðist vanta talsvert mikið upp á söguþekkinguna hjá Lilju Mósesdóttur. Staðreyndin er sú að íslendingar eru búnir að reyna þessa aðferð. Enda var tekin upp ný króna á Íslandi þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Niðurstaðan af þeirri tilraun er sú að íslenska krónan hefur fallið stöðugt frá þeim tíma. Ástæðan eru kerfisbundnar gengisfellingar íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, og síðan hrun íslensku krónunar árið 2008.

Það er alveg ljóst að taka upp nýja íslenska krónu mun ekki leysa nein vandamál. Enda er búið að reyna þá leið, og sú leið mistókst gjörsamlega árið 2008. Lilju Mósesdóttur er auðvitað frjálst að endurtaka tilraunina með íslensku krónuna aftur komist hún í ríkisstjórn. Aftur á móti er ljóst að sú tilraun mun mistakast aftur, á svipuðum tímaramma og sú fyrr. Sá tímarammi er rúmlega 30 ár.

Fréttir af þessum bjánaskap.

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu (Vísir.is)
Samstaða leggur fram Nýkrónur (DV.is)

Skiptir umræðan nokkru máli á Íslandi ?

Það er stórt spurning hvort að umræðan á Íslandi skipti almennt einhverju máli. Það verða einstaka breytingar þegar hneykslið er nógu stórt um umræðan nógu öfgakennd. Þá verða helst breytingar, en oftast ekki.

Það er staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir ásamt hluta af Samfylkingunni hunsa umræðuna á Íslandi algerlega og hafa alltaf gert það. Það er ennfremur þannig í umræðunni á Íslandi að það þykir ekki stórmál ef einhver verður uppvís að lygum eða blekkingum í henni. Síðan eru þeir sem benda á þessar staðreyndir oft bara hunsaðir, eða einfaldlega bara skammaðir og sagt að þegja eins og óþekkum krökkum.

Umræðan á Íslandi er til marks um það hversu illa íslenskt samfélag er statt í dag. Enda sést það best á því að ekkert breytist á Íslandi og vandamálin eru þau sömu. Enda komast stjórnmálaflokkar á Íslandi upp með það að hunsa umræðuna gjörsamlega á Íslandi, og hafa alltaf gert það.

Íslenska krónan mun ekki bæta neitt

Þeir ætla sér seint að gefast upp aðdáendur íslensku krónunnar. Þetta er fólk sem er í öllum stjórnmálaflokkum Íslands, í öllum samfélagsstöðum á Íslandi. Íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni árið 1918 á skiptagenginu 1:1. Það þýðir að ein íslensk króna var jafngild einni danskri krónu að verðgildi. Árið 1922 kom síðan fyrsta íslenska myntin út. Þessi króna var notuð frá árinu 1918 til ársins 1982 þegar verðgildi íslensku krónunar var fellt hundraðfalt og íslenska krónan var aftur á pari við dönsku krónuna. Þó eingöngu rúmlega það.

Á þessum rúmlega 29 árum síðan gengi íslensku krónunar var fellt 100 falt á Íslandi. Þá hefur gengi íslensku krónunar lækkað 23 falt á þessum tíma. Það þýðir einfaldlega að fyrir hverja 1 danska krónu fást í dag rúmlega 23 íslenskar krónur. Það er hentugt að nota dönsku krónuna sem viðmið í þessari umræðu. Þar sem íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni á sínum tíma.

Það breytir ekki neinu hverju íslenskir stjórnmálamenn lofa varðandi íslensku krónuna. Íslenska krónan mun alltaf verða stærsta hagfræðivandamál íslendinga, og það mun ekkert breytast fyrr en annar gjaldmiðill verður tekinn upp á Íslandi. Það er auðvitað ómögurlegt að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi einhliða (íslendingar hafa ekki efni á því að taka upp anann gjaldmiðil einhliða). Þannig að íslendingar geta í raun aðeins tekið upp evruna sem gjaldmiðil með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Allt tal um stöðuga íslenska krónu er ekkert nema draumórar. Enda er það svo að hvorki Seðlabanki Íslands eða íslenska ríkið hafa burði til þess að viðhalda stöðugleika íslensku krónunar. Þetta er orðið mjög augljóst af efnahagssögunni síðan árið 1918. Enda fór allt nánast í kaldakol þegar íslendingar fór að gefa út sína eigin mynt. Síðan þá hefur ferlið bara verið niður á við, og er það í raun ennþá. Þar sem að algert efnahagshrun vofir ennþá yfir Íslandi þrátt fyrir að allt bankakerfið á Íslandi hafi orðið gjaldþrota árið 2008 með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Þeir sem tala fyrir íslensku krónunni sem lausn fyrir framtíðina eru eingöngu að tala fyrir höftum, bæði inn og útflutnings höftum og mjög óstöðugum efnahag á Íslandi. Annað standa talsmenn íslensku krónunnar ekki fyrir og hafa í raun aldrei gert annað.

Allt tal um að hægt sé að tala niður íslensku krónuna er ennfremur tóm þvæla. Eins og gert er hérna.

Bjarni: Óábyrgt að tala niður krónuna (vb.is)

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Gengi íslensku krónunar lækkað í þágu sjávarútvegs og áliðnaðar á Íslandi

Það er mín skoðun að gengisfall íslensku krónunar undafarna daga eigi sér rökréttari skýringar en ætla mætti. Mér sýnist að hérna sé um að ræða þjónkun Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnar Íslands við sjávarútveginn og síðan álframleiðendur á Íslandi. Gengi krónunar er lækkað handvirkt í þeim tilgangi til þess að auka verðmæti útflutnings frá Íslandi. Þetta auðvitað er bara hækkun á verðmæti vöru vegna lélegs gengis. Þetta er ekki hækkun á raunverðmæti vörunnar (það sem markaðurinn er tilbúinn til þess að borga fyrir vöruna).

Þetta er gömalt bragð á Íslandi. Nema að hérna áður fyrr var þetta ákveðið alveg í ríkisstjórn og síðan kom frétt um gengisfellingu Íslensku krónunar í fjölmiðlum. Það er ekki gert núna. Heldur er gengið bara fellt rólega þegar þess þarf. Síðan er gengið styrkt aftur yfir sumarið, svo að ferðamenninir fái nú ekki of mikið fyrir gjaldeyrinn sinn. Það er þó almenningur á Íslandi sem tapar á þessu. Enda veldur þetta lægra gengi því að vöruverð hækkar á Íslandi, sem aftur á móti hækkar verðbólguna, sem aftur á móti hækkar verðtrygginguna, sem aftur á móti mun hækka stýrivexti á Íslandi fljótlega.

Það er ekkert skemmtilegt að búa á Íslandi undir svona ástandi.

Haftakróna Evrópuandstæðinga í Heimssýn og víðar

Innan Heimssýnar, Evrópuvaktarinnar og annarstaðar í hugarheimi Evrópuandstæðinga er íslenska krónan bjargvættur íslendinga og hins íslenska efnahags. Staðreyndin er hinsvegar sú að ekkert er fjarri sanni. Íslenska krónan og allt hennar hafurtask er og hefur alltaf verið til bölvunar íslendinga frá því að íslenska krónan var stofnuð árið 1918, þegar skilið var á milli íslensku krónunar og þeirrar dönsku á pari (1:1). Á þessum rúmlega 94 árum sem íslenska krónan hefur verið til. Þá hefur íslenska krónan verið í höftum mest allan tíman. Enda voru fyrstu gjaldeyrishöft íslendinga sett árið 1931, eftir gjaldeyriskreppu sem hófst árið 1920, aðeins tveim árum eftir að stofnað var til Íslensku krónunnar (heimild um þetta hérna). Íslensk króna hefur verið í gjaldeyrishöftum núna í rúmlega 64 ár (svona lauslega áætlað). Þetta þýðir að íslenska krónan hefur aðeins verið í rúmlega 30 ár án gjaldeyrishafta eða annara takmarkana er varða viðskipti með hana.

Íslenska krónan veldur því einnig að vaxtastigið á milli Íslands og Evrópu er margfalt. Besta dæmið um þetta er að stýrivextir (ecb.int) á evrusvæðinu eru í dag 1%, en á Íslandi eru þeir 4,75%. Þetta er munur upp á 3,75%. Bara á milli Íslands og Danmerkur er munur á vöxtum 4,05%, en stýrivextir eru 0,7% í Danmörku þessa dagana. Þetta er gífurlegur vaxtamunur, og hann er íslendingum öllum í óhag. Enda sést það á því verðlagi sem er til staðar á Íslandi þessa dagana. Þessi vaxtamunur gerir það einnig mjög erfitt að viðhalda efnahagslegu jafnvægi á Íslandi. Þetta eru allt saman staðreyndir sem enginn evrópuandstæðingur nefnir eða þorir að tala um. Verðbólgan á Íslandi er á sama tíma 6,5%, en á Evrusvæðinu er verðbólgan 2,1%. Í Danmörku er verðbólgan eitthvað í kringum 2,3% eftir því sem ég kemst næst.

Fullyrðingar þess efnis af hálfu Heimssýnar um að evran sé að drepa Evrópusambandið eru því innantómt bull og rúmlega það. Sérstaklega í ljósi þess að íslenska krónan hefur í raun aldrei verið stöðug og mun aldrei verða stöðugur gjaldmiðill. Fyrir því eru góðar ástæður. Helst ber að nefna er lítil verðmætasköpun sem stendur á bak við íslensku krónuna. Hátt vaxastig, verðtrygging og fleira í þeim dúr. Tilraunir Evrópuandstæðinga á Íslandi þess efnis að íslenska krónan hafi í raun bjargað íslendingum eru því fáránlegar. Enda má ljóst vera að íslenska krónan verður áfram í höftum á næstu árum, og líklegt má vera að ef eitthvað meira kemur upp á í íslensku efnahagslífi. Þá munu þessi höft verða heft til mikilla muna.

Vefsíður aðdáenda íslenskra haftakrónuaðdáenda.

Tálbeitan sem fáa lokkar lengur (Vinstri Vaktin Gegn ESB)
Krónan bjargar Íslandi, evran drepur ESB (Heimssýn)

Staðreyndaleysur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni

Evrópuvaktin er eini vefurinn á Íslandi sem hefur verið styrktur um 23 milljónir króna til þess að fara með lygar ofan í almenning á Íslandi um Evrópusambandið. Heimssýn fékk 23 milljóanir til þess að verja hagsmuni einokunaraðila og sérhagsmunaaðila á Íslandi. Sem kjósandi á Íslandi, þá krefst ég þess að þessi peningur verði endurgreiddur hið snarasta. Ég kem með nánari útskýringar síðar, enda er þetta ekki efni þessar bloggfærslu. Efni þessar bloggfærslu eru rangfærslur Björns Bjarnarsonar um spænskt gos, Evrópusambandið og salt.

Rangfærslur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni varðandi landbúnaðarmál, verðlag og annað slíkt eru hrikalegar. Enda ekki annars að vænta frá manni sem hefur þann starf að blekkja fólk varðandi Evrópusambandið og þau viðskipti sem þar eru stunduð.

Nýlega greip N1 til þess ráðs að flytja inn kóka kóla frá Spáni vegna óánægju með verðlagningu Vífilfells hér á landi. Þetta er spennandi tilraun til að sporna gegn óhóflegri verðlagningu. Hún kann að varpa ljósi á framtíðarþróun takist að grafa undan íslenskum landbúnaði með aðild að Evrópusambandinu. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Það vill nú þannig til að framleiðsla á gosdrykkum telst ekki til landbúnaðarframleiðslu. Hvorki á Íslandi eða annarstaðar í Evrópusambandinu. Á Íslandi er staðan sú varðandi gosdrykki að eingöngu eru fáir framleiðendur á markaðinu og lítið úrval af ódýrum gosdrykkjum til staðar. Í mjög svo einföldu máli. Þá er búið að skipta markaðinum niður á Íslandi og á honum ríkir einokun. Eitthvað sem mætti brjóta með aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem þá kæmi til tollfrjáls innflutningur á gostengdum sem eru ódýari en þessar helstu gostengundir sem eru framleiddar á Íslandi.

[…]Þessi málflutningur starfsmanns Já Íslands sannar enn hve mönnum þar á bæ þykir litlu skipta að hafa það sem sannara reynist. Skýrslan sem Sema Erla nefnir var ekki samin á vegum utanríkisráðuneytisins eða fyrir samningahóp þess. [Uppfært: Mér hefur verið bent á að þetta sé ekki rétt – ráðuneytið og hópurinn hafi staðið að baki því að skýrslan yrði gerð en með því skilyrði að henni yrði ekki beitt í áróðri gegn bændum í anda Semu Erlu.] Hún er liður í viðleitni Bændasamtaka Íslands til að skilgreina stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart Evrópusambandsaðild, hvernig umgjörð um hann muni breytast og hagræn áhrif inngöngu á rekstrarskilyrõi ólíkra greina landbúnaðarins. Niðurstöðurnar veita innsýn í það verkefni sem Íslendingar standa frammi fyrir í aðildarviðræðum. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hérna sannar Björn Bjarnarson ekki mál sitt með neinum staðreyndum. Hann vísar í bloggfærslu Semu Erlar á DV.is. Þó án þess að vísa í alla bloggfærsluna sem um ræðir. Slíkt er auðvitað bara til þess að blekkja lesendur, enda geta þeir þá ekki kannað heimildir á sínum eigin forsendum.

[…]Efni skýrslunnar á ekkert skylt við matarverð. Þar er fjallað um ESB-áhrif á verð til bænda. Endanlegt útsöluverð vöru rennur aldrei í vasa bænda. Lætur nærri að bændur fái upp undir helming útsöluverðs þegar hlutur þeirra er mestur og þá fyrir lítt unna vöru; annars fá þeir mun minna.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verð til bænda á Íslandi ræðst af leiri þáttum en bara aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það ræðst að styrkjum, útsöluverði, smásöluverði og síðan endanlegu slátursverði til bænda. Reikna má með að verðlag til íslenska bænda hækki umtalsvert við aðild Íslands að Evrópusambandinu (þegar breytingum á landbúnaðarkefinu er lokið, getur tekið alveg 5 til 10 ár í heildina). Munar þá mest um aukna styrki til íslenskra bænda, sem þá munu ekki byggja á því hversu framleitt er, eða hversu mikin kvóta bændur eru með. Í tilfelli íslenskra bænda er nauðsynlegt að athuga það að CAP verður breytt árið 2013, styrkjum verður breytt og staða bænda sem framleiðanda styrkt til muna. Einnig sem að mjólkurkvótar verða lagðir niður hjá mjólkurbændum og styrkir þar hugsanlega auknir. Hérna er vefsiða ESB um CAP eftir árið 2013. Samningaviðræður varðandi CAP eftir árið 2013 eru ekki búnar, og því er þetta atriði háð breytingum á næstu mánuðum.

[…]
Hvernig væri að Sema Erla skilgreindi fyrir lesendum sínum verðmyndun á kóka-kóla sem flutt er inn frá ESB?[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verðmyndun á gosdrykkjum er háð skattakerfi viðkomandi aðildarríkis Evrópusambandis. Það þýðir að umtalsvert ódýrara getur verið að kaupa gos yfir landamæri ef landið við hliðina er með lægri skatt á gosi en heimaland viðkomandi. Þetta gildir í Danmörku sem dæmi. Þar sem gos ber 25% og sérstakt plast gjald (kallað pant), sem reyndar fæst endurgreitt þegar flaskan er skilað til endurvinnslu. Yfir landamærin í Þýskalandi er ekkert slíkt gjald á gosi sem er selt til Danmerkur í landamærabúðum (gæti vel verið að svona gjald sé á gosi sem er selt til þjóðverja, hef þó ekki ennþá kynnt mér það. Þykir það þó líklegt). Í tilfelli Íslands þá mundi verðmundun á gosi ekki breytast neitt mikið, nema að samkeppni mundi aukast sem væntanlega mundi lækka gosverð á Íslandi í kjölfarið. Íslenskir neytendur mundu því græða á því að Ísland gengi í Evrópusambandið. Aðrar breytingar yrðu þó ekki á gossölu á Íslandi. Enda er ríkjum innan Evrópusambandsins í sjálfsvald sett hvernig þau skattleggja sælgæti og gosvörur. Þau þurfa hinsvegar að sætta sig við samkeppni frá vörum sem eru framleiddar í öðrum ríkjum, og þá hugsanlega ódýari vegna þess.

[…]N1 sætti sig ekki við kókverð hjá Vífilfelli og ákvað að flytja inn kók frá Spáni (Spánverjar eiga nú Vífilfell). Hin ódýrari innflutta ESB-vara lækkaði ekki í verði til neytenda – eða hvað? Bændur hafa bent á að hið sama kunni að gerast við óheftan innflutning á matvælum. Verð til neytenda breytist ekkert. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hvernig eru tollar á innfluttu gosi ? Ég veit að VSK er 7% á þessari vöru á Íslandi. Aftur á móti hefur ekki komið fram hversu mikið gosið hækkaði við innflutningin til Íslands. Verðlagning N1 kemur til vegna skorts á samkeppni eins og svo oft áður á Íslandi. Hefur ekkert með Evrópusambandið að gera eins og Björn Bjarnarson reynir hérna að vísa í á mjög svo óheiðarlegan hátt. Það er ennfremur staðreynd að verðlag á Spáni er mjög lágt miðað við Ísland, og munar þar mjög miklu í evrum talið.

[…]Fréttastofa RÚV leggur sig mjög fram um að gæta hags neytenda. Enginn árt á bæ hefur hins vegar látið sig innflutning á hinu ódýra ESB-kóki varða og smásöluverðið hér á landi. Athygli er ekki beint að Vífilfelli, kókverði Spánverja hér og þar eða milliliðagróðanum. Ölgerðin er hins vegar undir smásjánni vegna innflutnings á salti sem notað hefur verið árum saman. Hvað segja Samtök verslunar og þjónustu um verðmyndun á kóki? Þótt kók sé ekki framleitt af bændum er það að nokkru landbúnaðarvara vegna sykursins svo að Sema Erla og fréttastofa RÚV ættu að hafa áhuga á því.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Innflutningur á ódýrara kóki til Íslands ætti að skila sér til neytenda. Það er þó ekki vænlegs til árángurs þegar um er að ræða litla sendingu (40.000 flöskur) og verslanir sem hafa litla til enga samkeppni á markaðinum. Enda er verðlag á bensínstöðum meira og minna það sama á Íslandi. Það verðlag er mjög hátt, og ég ekki von á því að það breytist fyrr en eftir að Íslendingar verða orðnir aðildar að Evrópusambandinu.

Hvað saltið varðar. Þá er það mun alvarlegra mál heldur en verðmyndun á gosdrykkjum sem eru fluttir inn. Þó svo að einokunin sé rannsóknarinnar yrði. Ég er þó hræddur um að eftirlitsstofnaninar sem Björn Bjarnarson sá um að gelda séu ekki ennþá færar til þess að koma í veg fyrir einokun og hátt verðlag á Íslandi sem stendur. Það þarf að gera við þessar eftirlitsstofnanir eftir skemmdarverk sjálfstæðisflokksins undanfarin 13 ár, og þar er langt og erfitt verk framundan. Evrópusambands aðild Íslands mundi flýta því verki umtalsvert. Enda kröfur Evrópusambandsins miklar, og þeim er fylgt eftir af hörku ef til þess kemur.

Björn Bjarnarson hefur væntanlega áhuga á því að útskýra þetta fyrir útlendingum varðandi saltið. Svona sérstaklega þar sem þetta er farið að fréttast fyrir utan Íslands hvað var í gangi á Íslandi síðustu 13 árin með saltið. Saltmálið allt saman gerðist þegar sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn á Íslandi með framsóknarflokknum. Það hófst árið 1999 og endaði ekki fyrr en árið 2012. Síðan er Björn Bjarnarson ósáttur við það að ekki sé hægt að eitra aðeins meira fyrir íslendingum og græða á því. Það er rannsóknarefni afhverju Björn Bjarnarson og sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að eitra fyrir íslendingum með óöruggu salti.

Sænsk frétt um salt hneykslið á Íslandi. Þetta hefur ekki ennþá ratað í aðra erlenda fjölmiðla sýnist mér, það mun þó breytast á næstu dögum.

Isländskt vägsalt blev matsalt (dn.se)

Rangfærslunar um skuldakreppuna á evrusvæðinu í íslenskri umræðu

Umræðan um skuldavanda Evruríkjanna á Íslandi er mjög undarleg. Þar sem í hinni íslensku umræðu er helst ekkert tillit tekið til staðreynda málsins. Á fréttavef BBC News er góð útskýring á því hvernig þessi skuldakreppa kom til á Evrusvæðinu, og hvaða lönd stóðu sig sem verst og fóru ekki eftir reglunum sem settar höfðu verið áður en stofnað var til evrusvæðisins. Allt tal um yfirvofandi hrun evrunnar er tóm þvæla, og hefur alltaf verið það. Enda er alveg ljóst að evran er ekki að fara neitt. Hinsvegar mun gengi evrunar lækka eitthvað meira á næstu vikum og mánuðum. Það mun hinsvegar auka samkeppnishæfni evrulandanna og hjálpa þeim að komast útúr kreppunni sem núna er í gangi.

Dómar kredit fyrirtækjana (Credit Rating Agencies) er einnig mjög vafasamur. Sérstaklega í ljósi þess að það er verið að spila á markaðinn með þeim. Reyndar er niðurstaðan orðin sú undanfarið að fjárfestar einfaldlega hlusta ekki á það sem kemur frá þessum fyrirtækjum. Enda virðist það sem svo að það séu einstaklingar og fyrirtæki á markaðinum sem hafa fundið út leiðir til þess að græða á þeirri kreppu sem núna er í gangi. Þetta þýðir að lægra lánatraust er í hag þessara einstaklinga. og þeir græða stöðugt meira eftir því sem kreppan verður verri í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er auðvitað gjörsamlega siðlaust og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fólk endar í fangelsi þegar fram líða stundir. Þangað til. Þá mun almenningur borga fyrir græðgi þessa fólks og þeirra fyrirtækja sem standa í þessu.

Hvað kreppuna á evrusvæðinu varðar. Þá er stutt í lausn hennar, og þetta verður lausn sem verður mjög erfið í framkvæmd og vinnslu enda er vandamálið stórt, flókið og hugsanlega dýrt þegar það verður endanlega leyst. Hinsvegar munu leiðtogar ríkja Evrópusambandsins og evrusvæðisins tryggja að svona ástand mun ekki skapast aftur í framtíðinni (það er allavegana áætlunin). Enda er núverandi lexía mjög dýr og á hugsanlega eftir að verða dýrari. Hinsvegar er það afleiðing þessar kreppu að einkageirin og almenningur er núna að borga niður skuldir sínar stöðugt þessa dagana. Það hefur aftur á móti þau áhrif að minna er eitt í vörur á meðan þessi niðurborgun skulda fer fram. Á meðan svo er, þá verður minni hagvöxtur til staðar í viðkomandi löndum.

Myndbönd um Credit Rating Agencies

credit rating agencies (PBS)
Inside Job – The Rating Agencies
The role of credit rating agencies

Myndband um Ísland og Credit Rating Agencies

Inside Job – Iceland Crisis

Greinar um Credit Rating Agencies

Rating Agencies Get A Credit Check (2004)

Hvernig kreppan er notuð til þess að græða

The Global Recession’s Here: How to Profit from It (2008)
Global Recession | Why I Pray For Another Recession (2011)

Einokunarklúbbar Íslands

Á Íslandi eru starfræktir klúbbar sem hafa það eitt markmið að viðhalda einokun og háu vöruverði á Íslandi. Þessi klúbbar eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn, Vinstri-Grænir, Heimssýn og síðan hópur sem kallast Evrópuvaktin. Allir þessir klúbbar hafa það eitt markmið viðhalda verslunar einokun fárra á Íslandi. Ásamt því að viðhalda háu vöruverði á Íslandi. Með fullþingi ráðherra Vinstri Grænna. Þá sérstaklega Jóns Bjarnarsonar, Ögmundar og fleiri aðilum í ráðherra og þingliði Vinstri Grænna.

Þessir klúbbar lifa í fornum heimi. Heimi sem var til á Íslandi árið 1947 til 1971 þar sem ríku höft af ýmsum toga, þegar loksins fór að losna um höftin sem þá voru við lýði á Íslandi. Höftin komu öll í einu, en voru ekki tekin af almennilega fyrr en árið 1971 þegar Ísland gekk í EFTA. Í andstöðu við marga stjórnmálaflokka og einstaklinga á Íslandi í dag. Í dag eru margir af þessum sömu einstaklingum sem voru á móti EFTA aðild Íslands á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er enda algerlega blint á þau tækifæri sem þrífast í opnu og frjálsu markaðshagkerfi. Þar sem tollar eru ekki vandamál við helstu viðskiptalönd í Evrópu. Þetta fólk vill frekar kjósa að búa við höft, skammtanir og efnahagsleg vandamál. Allt saman vegna þess að það þráir gamla tíma og þetta fólk sér tækifæri í þessu öllu saman til þess að hagnast óheiðarlega á einhvern hátt. Hvort sem það er í gegnum spillingu eða einokun.