Engar langtímalausnir frá Vinstri Grænum

Það er allt með það sama hjá Vinstri Grænum, mikið talað um lausnir sem eru í raun ekki neinar launsir þegar nánar er skoðað. Það er sem dæmi engin lausn að frysta verðtrygginguna í 2 til 3 mánuði, vegna þess að lánin munu hvort sem er halda áfram að hækka vegna aukinnar verðbólgu hérna á landi.

Að boða til kosninga er gott og gilt, en það er engin lausn á efnahagsvamálunum. Þó svo að slíkt mundi líklega leysa þann stjórendavanda sem ríkisstjórn Íslands þjáist af þessa dagana.

Hjá Vinstri Grænum er lítið um lausnir. Allt saman eru þetta skammtíma lausnir sem redda aðeins verstu vandamálunum í næstu 6 til 12 mánuðina. Ekkert sem raunverulegt hald er í.

Ennfremur þá setja Vinstri Grænir sig upp á móti alvöru langtímalausn sem mundi styrkja efnahag Íslands, koma með stöðugt efnahagslíf, færa almenningi á Íslandi lága vexti og á endanum færa okkur gjaldmiðil sem er tekin gildur allstaðar í heiminum. Ég er að taka um aðild að ESB og upptöku evru. Því miður eru Vinstri Grænir á móti ESB og þessum langtímalausnum fyrir almenning á Íslandi.

Ég vona að fylgistoppur Vinstri Grænna hverfi uppúr þessu, enda eru Vinstri Grænir með andstöðu sinni við ESB að ræna almenning á Íslandi stöðugleika og efnahagslegum framförum sem eru alger nauðsyn hérna á landi.

Tengist frétt: Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða

ESB hugsar um hagsmuni neytandans

Áður en fólk fer að fordæma ESB í nafni þjóðernishyggju og annars slíks rusls þá ætti þetta sama fólk að hafa í huga að samkeppniseftirlit er mjög virkt innan ESB. Evrópusambandið hefur reglulega sektað fyrirtæki um milljaðra evra ef upp hefur komist um samráð á markaði hjá þessum fyrirtækum. Núna nýjast er ESB byrjað að rannsaka lyfjafyrirtæki vegna gruns um að þau séu að halda verði á lyfjamarkaði óeðlilega háu með því að koma í veg fyrir að ódýrari samheitalyf komist á markað í Evrópu.

Ólíkt því sem andstæðingar ESB halda fram, þá munu Íslendingar ekki tapa sjálfsákvörðunarréttinum. Aftur á móti munu ráðamenn á Íslandi þurfa að sæta gagnrýni á gjörðir sínar frá ESB og þeim löndum sem eru í því. Að sama skapi gætu fulltrúar Íslands gagnrýnt önnur lönd í gegnum ESB.

Stefnur innan ESB eru ekki samþykktar nema að allar þjóðir skrifi undir þær. Þetta á við hvort sem er um að ræða fiskveiðistefnuna, landbúnaðarstefnuna, menntastefnu ESB og fleira og fleira. Þetta eru nefnilega atriði sem vera að gagnast öllum jafnt.

Í ESB þá hefur ekkert eitt land hreinan meirihluta á evrópuþinginu, sem almenningur í ESB löndum fær að kjósa um í beinni kosningu. Í önnur embætti skipa ríkisstjórnir þeirra landa sem eru aðilar að ESB. Í ráðherraráðinu eru síðan ráðherrar ESB mála hjá viðkomandi löndum.

Ef Íslendingar fara í ESB þá munum við verða langt frá því að vera áhrifalaus þar innanborðs.

Með aðild að EES þá varð Ísland auka-aðili að ESB en án áhrifa og án aðgangs að stofnunum ESB. Þó erum við í gegnum EES skildug til þess að taka upp lög og reglur ESB án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Það er betra að taka fullan þátt í ESB heldur en að vera í þeirri stöðu sem Íslendingar eru í dag.

Tengist frétt: Sótt verði um aðild að ESB

Andstæðingar Evrópusambandsins eru Bandaríkjasinnar

Ég hef tekið eftir því að andstæðingar ESB eru oftar en ekki fólkið sem vill að Ísland gangi inní ríkjasamband Bandaríkjanna, eða taki upp dollar. Sem er gjaldmiðill Bandaríkjanna. Það er misjafnt hversu fólk vill ganga í þessu, en þó á það allt saman sameiginlegt að vera andstætt Evrópusambandinu en vill hinsvegar frekar tengja Ísland við annað ríkjasamband, nefnilega Bandaríkin. Þeir sem ekki vita, þá eru Bandaríkin ríkjasamband, svipað og Evrópusambandið. Þó er munurinn sá að Bandaríkin hafa aðeins einn forseta og eitt þing. Í Evrópusambandinu þá eru öll ríkin sjálfstæð og geta tekið ákvarðanir sjálfar, en geta einnig á sama tíma komið með skoðanir á ákvarðanir á grundvelli ESB, sem hefur áhrif á öll ríkin.

Mér þykir það afskaplega mikil hræsni hjá fólki sem er á móti ESB skuli halda svona mikið uppá BNA og vill jafnvel ganga svo langt að ganga inní BNA, eða taka upp dollar sem gjaldmiðil hérna á landi.

Hérna er dæmi um hræsnara á blog.is, sem lokaði á athugasemdir og afsakaði það með tímaleysi.

Ef taka ætti upp annan gjaldmiðil væri nær að kanna með bandaríska dollarann, það hefur nánast ekkert verið gert til þess að rannsaka þann möguleika. Það hefur varla mátt kalla eftir skoðun á neinu öðru en evru og Evrópusambandsaðild án þess að Evrópusambandssinnar hafi kvartað sáran yfir því. Og svo þykjast þeir vilja umræðu um þessi mál. Bandaríkjamenn eru ólíklegir til þess að heimta að Ísland afsali sér sjálfstæði sínu og gangi í Bandaríkin til þess að taka upp gjaldmiðilinn þeirra. Það er bara Evrópusambandið sem er í slíkri gamaldags útþenslustefnu.

Feitletrun er mín. Þessi skoðun er glórulaus, ef ekki hreinlega heimskuleg. Ég fer nánar í það í annari grein afhverju einhliða upptaka dollars er ekkert nema heimskupör og lausn sem mun ekki skila neinu. Þarna aftur á móti kristallast annað, gífurleg aðdáun á Bandaríkjunum og allt sem Bandarískt er. Sérstaklega gjaldmiðlinum. Þessi aðdáun er ekkert nema innihaldslaus og blind.

Þessi aðdáun á Bandaríkjunum er gífurlega sterk í andstæðingum Evrópusambandsins. Hvaðan þetta kemur veit ég ekki, en aftur á móti veit ég að þessi glamúr mynd sem þetta fólk hefur af Bandaríkjunum er alröng og á ekki við rök að styðjast.

Menningarlega og hagfræðilega þá eiga Íslendingar svo miklu meira sameiginlegt með Evrópu heldur en Bandaríkjunum nokkurntímann.

Innganga Íslands í Bandaríkin væri draumur þeirra ný-frjálshyggjumanna sem hafa síðustu árin verið að breyta Íslensku þjóðfélagi hægt og rólega í litla útgáfu af Bandaríkjunum, sérstaklega með því að standa í einkavæðingum hér og þar. Eins og t.d í heilsugæslu, bankastarfsemi, fjarskiptastarfsemi og fleiru.

Bandaríkin eru ekkert nema önnur gerð af ríkjasambandi, eins og ég hef nefnt áður. Mín skoðun er sú að Íslendingar eigi tengjast Evrópusambandinu (sem er önnur gerð af ríkjasambandi, ESB er pólitískt og efnahagslegt ríkjasamband með aðildarríkjum) miklu sterkari böndum heldur en gert hefur verið í dag. Íslendingar munu eingöngu græða á því að ganga inní ESB og taka upp evru. Hræðsluáróður andstæðinga ESB og evrunar er ekkert nema innantómt rugl þegar nánar er skoðað.

Svo virðist sem að andstæðingar ESB vilji ekki halda Íslandi fyrir utan ríkjasambönd. Þeir virðast bara líta sem svo á að ESB sé rangt ríkjasamband, en Bandaríkin rétta ríkjasambandið og valdið í Washington, D.C.

Íslendingar eiga ekki að láta bullið um bandaríkjadollar rugla sig í ríminu. ESB og upptaka evru eru skynsamasta leiðin fyrir Íslendinga í dag. Í raun hefðu Íslendingar átt að ganga í ESB árið 1995, með Svíþjóð og Finnlandi. Aftur á móti er seint betra en aldrei.

Tengist frétt: Höft eða Evrópusambandið

Vinstri Græn einangra sig í Íslenskum stjórnmálum

Vinstri Grænir eru alveg fáránlegur stjórnmálaflokkur. Virðast ekki skilja þær skuldbindingar sem eru á Íslandi í gegnum EES samningin og í hverju það felst.

Einnig sem augljóst má vera að andstaða Vinstri Grænna við ESB mun kosta þá setu í ríkisstjórn Íslands, en það virðist stefna í kosningar eftir áramóti. Reikna má með að mikil uppstokkun verði á stjórnmálaflokkunum hérna á landi í kjölfarið.

Tengist frétt: Lengi getur vont versnað

Ísland sækir um aðild að ESB á næsta ári

Samkvæmt frétt Financial Times þá er núverandi Íslenska ríkisstjórnin að undirbúa að sækja um aðild að ESB . Einnig samkvæmt þessari frétt þá mun umsókn Íslands til þess að ganga inní ESB gerast á næsta ári.

Bank crisis prompts Iceland EU rethink

This is the first time Iceland has formally proposed EU membership. Officials at the ministry of foreign affairs are understood already to have drawn up a preliminary plan that envisages an application early next year and eventual entry in 2011.

Ríkisstjórnin reyndi að brjóta alþjóðasamninga

Ríkisstjórn Íslands reyndi að brjóta EES samningin. ESB og ráðherraráðið sló hendinni í borðinni og sagði að þetta yrði ekki liðið. Niðurstaðan á endanum varð sú að ríkisstjórn Íslands varð að bakka, enda búið að loka öllum hurðum á Íslandi, hvort sem um var að ræða IMF, ESB eða norðurlöndin. Ísland hefur verið að einangrast mjög hratt á alþjóðavettfangi og viðskipti við útlönd orðin mjög erfið (og eru ennþá) vegna gjaldeyrisskorts.

Það er mjög ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa ákveðið að breyta um stefnu í Evrópumálum, þó svo að þessi stefnubreyting sé ekki ennþá orðin opinber í flokkum. Það er hinsvegar þannig að Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að bera ábyrgð á þessu hruni í næstu kosningum og í mun sæta refsingu af höndum þjóðarinnar næstu árin vegna þessa hrun. Þetta er refsing sem mun hæfa Sjálfstæðisflokknum fyrir þann hroka sem hann hefur sýnt þjóðinni undanfarin 17 ár eða svo.

Tengist frétt: Skipuð verði Evrópunefnd

Forsetinn Íslendingum til skammar

Það er ófyrirgefanlegt að Forseti Íslands skuli hafa ráðist svona að nágrannaþjóðum okkar með svona ófyrirleitnum hætti. Nágrannaþjóðir Íslendinga hafa viljað hjálpa okkur, aftur á móti hefur þvermóðska stjórnvalda sem og gengdarlaus frekjar og yfirgangur þeirra verið stórt vandamál í þessum málum sem við stöndum frammi fyrir. Því miður ákvað Forseti Íslands að taka undir þessa frekju, yfirgang stjórnvalda í þessari ræðu sinni.

Forseti Íslands á að segja af sér embætti á sama tíma og ríkisstjórn Íslands. Enda hefur hann núna sýnst að hann er óhæfur til þess að vera Forseti Íslands.

Íslendingar eru núna gjörsamlega búnir að verða sér til skammar á alþjóðavettfangi og það eru bara draumórar að Íslendingar muni njóta trausts á alþjóðavettfangi á næstu árum. Sérstaklega á meðan núverandi valdhafar sitja hérna á landi, sérstaklega eftir að þeir komu að hruni Íslands með einum eða öðrum hætti.

Spillingin hérna á landi er greinilega yfirgengileg. Spillingin hérna á landi virðist vera svo mikil að hætta er á stjórnmálalegu hruni og stjórnleysis í kjölfarið á því. Þar sem það er afskaplega litlir möguleikar að svona spillt kerfi geti virkað endalaust. Sagan er full af þannig dæmum. Ísland verður væntanlega það fyrsta landið í Evrópu í margar aldir sem lendir í svona vitleysu og algeru hruni.

Tengist frétt: Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki

Tefja stjórnvöld IMF aðstoðina ?

Útskýringar ríkisstjórnarinnar af hverju IMF aðstoðin kemur ekki til gengur ekki upp. Ríkisstjórnin (Geir Haarde) hefur einnig komið með margar misvísandi útgáfur af því afhverju lánið frá IMF tefst svona. Þær geta ekki allar verið réttar, en þær geta allar verið rangar.

Mig fastlega grunar að ríkisstjórn Íslands hafi bara gefið út yfirlýsingu um lán frá IMF, en hafi síðan aðhafst ekkert meira í málinu. Þetta lítur allavegana þannig út. Það er mjög hentugt fyrir ríkisstjórnina að kenna Bretum og Hollendingum um tafir á málinu, þó svo að augljóst ætti að vera að þeir geta hvorki tafið málið hjá IMF eða stoppað það þar.

Samfylkingin tekur undir þetta, því að þau vita einfaldlega ekki betur. Það er einn maður sem heldur á öllum spilunum og það er Geir Haarde. Hann getur þessvegna komið með hvaða útskýringu sem er. Sem Samfylkingin kaupir síðan, vegna þess að hún virðist ekki hafa burði eða áhuga á því að kanna málið nánar sjálf. Sem eru stór mistök í sjálfu sér og það mun koma Samfylkingunni illa í framtíðinni.

Það er alveg augljóst hver ábyrgð Íslendinga er samkvæmt EES samningum. Íslenskum stjónvöldum ber að semja um þessi útibú, með því væri kannski hægt að færa hluta ábyrgðarinnar yfir á Bresk og Hollensk stjórnvöld. Því miður virðist vera afskaplega lítill áhugi á samningaleiðinni hjá ríkisstjórn Íslands. Það hentar þeim betur að blása út þjóðernisbólu í fjölmiðlum og kenna Bretum og Hollendingum um það sem aflaga hefur farið hérna á landi. Þjóðernisbólan mun springa fljótlega og þá getur Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn afskaplega lítið gert til þess að beina reiðinni annað.

Það er ekki bara bankakerfið sem er hrunið hérna á landi. Stjórnmálakerfi og valdakerfið hérna á landi er einnig að hruni komið vegna spillingar og óheiðarleika. Ég reikna með að næstu dagar verði örlagaríkir fyrir Íslendinga í stjórnmálum og efnahagsmálum. Þetta á einnig eftir að verða mjög dýrkeyptur lærdómur fyrir Íslendinga og mjög dýrt tímabil.

Ég vona þó að endurreisnin hefjist á því að Ísland sæki um í ESB og við sem þjóð getum farið að takast á við heiminn eins og hann er. Ekki eins og við viljum hafa hann.

Tengist frétt: Ólíklegt að Bretar komi – utanríkisráðuneytið sparar

Áfram heldur hrunið…

Hrun Íslands heldur áfram, misskunarlaust og án hiks. Áframhald á hruninu bitnar eðli málsins samkvæmt verst á fólkinu sem hafði ekkert með það að gera. Launamanninum sem vinnur sína vinnu frá klukkan 8 til 17 og hefur hvorki fjárfest í hlutabréfum eða tekið þátt í „gróðærinu“.

Vonlausir og vanhæfir stjórnmálamenn Íslands keppast við að bjarga ríkum vinum sínum frá því að bera ábyrgð. Nota til þess margar aðferðir, eins og þá að ferð að kenna öllum öðrum (Bretlandi, Hollandi osfrv) um heldur en þeim sjálfum hvernig fyrir Íslandi er komið. Síðan neita þessir sömu stjórnamálamenn að bera ábyrgð á sínum mistökum. Uppá Seðlabankann er ekkert að hafa, enda orðin gjaldþrota eins og Íslenska ríkið. Allt vegna þess að siðleysingjar og ræningjar komust í völd hérna á landi eitt vorkvöldið árið 1991 (Sjálfstæðismenn) og hafa síðan verið við völd allan þann tíma, frá 20 öldinni yfir þá 21 öld.

Minnismerki þessara manna verða ekki gullhallir, heldur brunarústir og merki um það siðleysi og þá græðgi sem hefur ríkt hérna á landi síðustu ár.

Þessir menn vilja ekki gera gott við almenning, skráu niður í þjónustu við almenning. Reyndu að einkavæða heilbrigðiskrefið, tókst ekki. Tókst að selja bankana til vina sinna, einnig Símann. Allt saman er þetta að enda með ósköpum.

Ofan þá þetta þá drápu þessir menn niður alla gagnrýni á Íslandi. Kölluðu réttmæta gagnrýni öfundsýki, hatur, vanþekkingu og fleiri innistæðulaus orð. Gagnrýnin reyndist vera á rökum reist og í dag borgar almenningur fyrir hroka þessara manna.

Ef að Geir Haarde og hans undirsátar vilja halda snefil af virðingu í sögubókum framtíðar þá boðar hann til kosninga í þessari viku. Annars er hætt við því að sögubækur framtíðar muni tala um Geir og Davíð á sama hátt og menn erlendis tala um einvalda sem myrtu þjóðir sínar í köldu blóði. Einvaldar sem voru settir af í byltingum. Margar af þessum byltingum voru blóðugar, en gáfu fólkinu frelsi sem það á svo sannarlega rétt á.

Ísland er í dag kúgað land. Kúgað af lygum manna sem eru siðleysingjar og aumyngjar sem fela sig á bak við lög sem þeir hafa sjálfir sett. Heigulhátt sem kostar þjóðina gífurlega mikið dag hvern, atvinnuleysi, gjaldþrota fyrirtækja og hrun í lífsgæðum fólks.

Tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn. Sveitamennskan á Íslandi er liðinn. Núna á að boða til kosninga um nýtt Alþingi sem sátt er um og nýja ríkisstjórn. Síðan á að taka til í Seðlabankanum og henda út ónýtum stjórnmálamönnum sem hafa ekkert vit á efnahagsmálum og þeirra mistök eiga þátt í gjaldþroti íslendinga.

Ég minni fólk á kjosa.is, þar sem Íslenska þjóðin fer fram á að lýðræðislegur réttur þeirra verði virtur og boðað verði til kosninga án tafar. Það er kominn tími til þess að Ísland gangi í EB og setji mark sitt á evrópu í sátt við aðrar þjóðir.

Ef Íslendingar ætla að komast uppúr þeirri holu sem við erum í. Þá verðum við að hætta að hugsa svona mikið um sérhagsmuni okkar (það er samt í lagi að passa uppá hag okkar) og ganga í EB.

Fjölmiðlar Íslands eru í dag kúgaðir af stjórnmálamönnum, einkafjölmiðlar eru kúgaðir af eigendum sínum. Öll gagnrýni er drepin áður en hún nær til fjöldans. Spillingin fær að þrífast í skjóli þöggunar fjölmiðlanna. Sem sjá ekkert að því að vera góðir við spillta stjórnmálamenn eða spillta eigendur sína.

Skömm að þessu og það er komið nóg.

Góðar stundir.