Fornt salt set finnst á Mars

Samkvæmt Universetoday.com þá hafa vísindamenn fundið fornt salt set á Mars. En umrætt salt set fannst í gýg á Mars þegar vísindamenn voru að skoða nýlegar myndir sem teknar hafa verið á plánetunni. Þessi fundur þýðir að einhverntíman í fortíð Mars var að finna mikið af vatni, nægjanlegu til þess að mynda höf á plánetunni.

Hérna er fréttin af fundinum.

Ancient Salt Deposits in a Martian Crater

Hlustað á alheimin

Vísindamenn hafa komið upp með nýja aðferð til þess að leita að siðmenningum í geimnum. Ólíkt því sem SETI er að gera, þá er leitað á mun lægri tíðnum. En þá er um að ræða tíðnum sem ná frá 80 – 300 Mhz. En það er ekki verið að leita að merkjum sem viljandi eru send út, heldur er verið að leita að merkjum sem leka út, eins og útvarps og sjónvarps sendingum, eða öðrum tegundum af fjarskiptum. Meira um þetta hérna.

Andromeda vetrarbrautin stærri en talið var

Vetrarbrautinn Andromeda er stærri en það sem vísindamen hafa haldið hingað til. En nýjar rannsóknir benda til þess að Andromeda vetrarbrautin sé allt að fimm sinnum stærri en upphaflega var haldið. En Andromeda er svo stór að það liggur við að hún komist í snertingu við okkar vetarbraut. En Andromeda er stærsta vetarbrautin í staðbundna vetrarbrautarhópnum, sem inniheldur Vetarbrautina, Andromeda vetarbrautina og þrjátíu minni vetarbrautir. Andromedra vetarbrautin er 2.5 milljón ljósár frá okkar okkar vetarbraut. Hægt er að lesa meira um þessa uppgvötun á fréttavef BBC hérna.

Halastjarna sést frá Íslandi

Samkvæmt fréttum á Vísir.is þá sést halastjarnan McNaught frá Íslandi um þessar mundir. En þessi halastjarna mun fara mjög nálægt sólinni, aðeins 0.17 AU og enginn veit með vissu hvað gerist í kjölfarið. Hægt er að lesa fréttina um þetta hérna, einnig sem að hægt er að fá meiri upplýsingar um gang mála varðandi þessa halastjörnu hérna. Einnig sem þarna er að finna fleiri myndir af halastjörnunni.

Ísgos á Enceladus

Eitt tungl Satúrnusar sem heitir Enceladus er ísiþakið tungl. En það er meira í gangi á þessu tungli en virðist við fyrstu sýn. Samkvæmt myndum frá gervitunglinu Cassini þá eiga sér stað ísgos á þessu tungli. En ísgos verða þegar bráðið vatn sleppur upp í gegnum þykka ísskelina sem er á tunglinu. Þessi ísgos virðast endurnýja E hring Satúrnusar samkvæmt vísindamönnum hjá Nasa.

Hægt er að lesa alla fréttina frá Universe Today hérna

Stormur á Mars sýnilegur frá Jörðinni

Ef að þú ert með sæmilega góðan stjörnusjónauka þá er möguleiki fyrir þig að sjá rykstorm sem geisar núna á plánetunni Mars. En vegna þess að Mars er núna óvenju nálægt Jörðinni þá eru skilyrðin til þess að sjá plánetuna einstaklega góð um þessar mundir. En Mars mun ekki vera svona nálægt Jörðinni aftur fyrr en árið 2018 samkvæmt vísindamönnum.

Hægt er að lesa alla fréttina um þetta á Space.com

Grunnefni lífsins finnst allstaðar í geimnum

Vísindamenn Nasa hafa komist að því að grunnefni lífsins er að finna allstaðar í geiminum. Og þetta grunnefni lífsins var bæði að finna í okkar vetrarbraut og öðrum vetrarbrautum í alheiminum. Efnið sem er skammstafað PAHs þolir mjög vel fjandsamlegt umhverfi geimsins og kemst því af nánast hvar sem er.

Hægt er að lesa meira um þetta hérna