Góð niðurstaða kosninga fyrir Íslensku þjóðina

Ég er mjög ánægður með niðurstöðu Alþingiskosninga. Þetta þýðir að loksins er farið að koma með almennilegar lausnir fyrir heimilin í landinu og tryggja það að efnahagur Íslands lendi aldrei aftur í þeim ógöngum sem hann er í núna.

Stöðugleika efnhagsmála á Íslandi má tryggja með því að ganga í ESB. Fyrsta skrefið er að sækja um aðild að ESB og kjósa síðan um aðildarsamningin í þjóðaratkvæði. Við inngöngu í ESB geta Íslendingar losað krónuna úr gjaldeyrishöftum með hjálp Evrópska Seðlabankans. Sú hjálp fæst með ERM II samstarfinu.

Annars óska ég Íslendingum til hamingu með þessar framfarir og væntanlegar aðildarviðræður við ESB um inngöngu Íslands í ESB.

Norræn velferð er í ESB

Ég veit ekki hvort að Vinstri Grænir hafa tekið eftir því, en norræn velferð er í ESB. Flest öll norðurlöndin eru nú þegar í ESB, þessi lönd eru Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Noregur er ekki í ESB, en hefur þó sótt nokkrum sinnum um aðild að sambandinu.

Íslendingar eru ekki í ESB og hafa aldrei sótt um aðild. Þar skerum við okkur úr við hin norðurlödin, við höfum aldrei sótt um aðild að ESB. Af þeim orsökum, þá vita Íslendingar ekki hvað er í boði fyrir þá.

Það er eitt sem Vinstri Grænir athuga ekki, það er engin velferð í að lifa í fátækt. Það er nefnilega það sem mun gerast ef Íslendingar ganga ekki í ESB. Tilraunir Vinstri Græna til þess að koma Íslandi úr EES samningum eru ekki til þess fallnar að auka hagsæld á Íslandi. Hvorki til lengri eða skemmri tíma.

Heimurinn hefur farið minnkandi undanfarna áratugi. Útlendingafælni og fordómar Vinstri Grænna í garð ESB og annarar alþjóðasamvinnu er til háborinnar skammar. Mitt álit er að stjórnmálaflokkar sem haga sér eins og Vinstri Grænir eigi ekki að fá að þrífast á Íslandi, enda er hagsmunum Íslendinga best borgið með því að taka þátt í samvinnu norðurlandanna og evrópulandanna í gegnum ESB.

Ég hvet því alla til þess að kjósa Samfylkinguna til þess að tryggja aðildarviðræður við ESB. Ég tek það fram að ég er Samfylkingunni og ég er búinn að kjósa þá.

Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda hagsældar

Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda hagsældar á Íslandi. Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa lærst á síðustu árum, þá er það sú staðreynd að efnahagslegur óstögðuleiki veldur vandræðum í hagkerfinu. Veldur atvinnuleysi, gjaldþrotum og erfiðri stöðu hjá þeim fyrirtækjum sem komast hjá gjaldþroti. Einnig sem að efnahagslegur óstöðugleiki veldur verðbólgu, háum stýrivöxtum og óstöðugu gengi krónunnar.

Besta leiðin til þess að komast hjá efnahagslegum óstöðugleika er með því að ganga í ESB og taka upp evruna þegar það er orðinn möguleiki.

Besta leiðin til þess að tryggja efnahaslegan stöðugleika er með því að kjósa Samfylkinguna til þess að tryggja að Íslendingar sæki um aðild að ESB strax eftir kosningar, svo að hægt sé að bera aðildarsamning við ESB undir þjóðaratkvæði eins fljótt og hægt er.

Ég tek það fram að ég er í Samfylkingunni og ætla mér að kjósa Samfylkinguna í kosningum dagsins.

Aðild að ESB fyrir fjölskyldunar og fyrirtækin í landinu

Aðild að ESB er nauðsynleg fyrir fjölskyldunar sem byggja Ísland. Það er nauðsynlegt að skapa á Íslandi stöðugt efnahagslíf fyrir fólkið í landinu, svo að fólk geti búið á Íslandi án vandræða og án þess að lenda stöðugt í peningavandræðum.

Innganga í ESB tryggir einnig stöðugt verðlag á matvöru, rafeindabúnaði og öðrum nauðsynlegum þáttum þjóðfélagsins. Íslendingar hafa undanfarin ár búið við gífurlegar sveiflur á verði matvöru og annara vöru, af þessu leiðir að það er ekki nokkur leið að skipuleggja eitt eða neitt fram í tímann.

Innganga í ESB mun færa Íslendingum nauðsynlegan stöðugleika á krónunni í gegnum ESB, þá í gegnum ERM II samstarfið. Þar sem gengi krónunnar yrði fest við gengi evrunnar á sömdu gengi. Slík aðgerð mundi lækka verðbólgu á Íslandi, enda er verðbólga á Íslandi að mestu leiti tengd erlendu vöruverði.

Ef vel gengur að laga til í fjármálum Íslands, þá er hægt að taka upp evruna að lámarki tveim árum upp eftir að við gögnum í ESB. Íslendingar mundu þá fá sérstaka Íslenska evru (myntina, ekki seðlana) eins og aðrar þjóðir sem eru þáttakendur í myntbandalagi ESB. Þessi Íslenska evra yrði auðvitað gjaldgeng á öllu evrusvæðinu. Þannig að fólk gæti notað evrunar sínar jafnt á Íslandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum.

Til þess að þessi framtíðarsýn verði að veruleika, þá hvet ég fólk til þess að kjósa Samfylkinguna til þess að tryggja að Samfylkingin fái nógu mikið fylgi þannig umsókn að ESB sé tryggð eftir kosningar.

Ég tek það fram að ég er í Samfylkingunni og er þar almennur félagsmaður. Ég ætla mér að kjósa Samfylkinguna í þessum kosningum.

Tilgangslausir ræðismenn erlendis

Til hvers er verið að halda uppi ræðismönnum erlendis ef þeir eru gagnslausir og þjóna ekki Íslendingum á þann hátt sem krafist er af þeim. Það er hneyksli hvernig farið er með kosningarétt Íslendinga erlendis.

Fengu ekki að greiða atkvæði

Ég legg til að þetta ræðismannakerfi verði lagt niður og í staðinn verði sendiráðin gerð öflugri og sjái um þessa þjónustu í framtíðinni.

Tryggjum aðildarumsókn að ESB

Íslendingar eiga að tryggja aðildarumsókn að ESB. Besta leiðin til þess er að kjósa Samfylkinguna og tryggja þannig að ný ríkisstjórn sé leidd af Samfylkingunni.

Íslendingar eiga betur skilið heldur en að lifa við óstöðugan gjaldmiðil, óstöðugan efnhag og háa vexti. Besta forvörnin gagnvart þessum atriðum er að ganga í ESB og taka upp evru þegar efnahagur Íslands er tilbúinn til þess.

Ég tek það fram að ég er í Samfylkingunni og mun kjósa Samfylkinguna í kosningum á laugardaginn.

20% vitleysa Framsóknarflokksins

Kosningaloforð (vitleysa) Framsóknarflokksins í ár er niðurfelling á 20% skuldum fólks. Allir sem kunna á vasareikni vita að þessi aðferð gengur ekki upp, og hefur í raun aldrei gert það. Þessi yfirlýsing Framsóknarflokksins er ekkert nema froða og ber að flokka hana sem slíka.

Þegar skuldir eru felldar niður þá borgar alltaf einhver. Í þessu tilfelli yrði hérna um að ræða Íslenska skattborgara, til að ná niður þessum kostnaði yrði að hækka skatta og skera niður meira en þarf nú þegar að gera.

Lygablað sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér nýtt kosningablað í dag. Þetta kosningablað er aðalega beint gegn ESB, ásamt hinni hefðbundinni þvælu um það hvernig sjálfstæðisflokkurinn ætlar að redda öllu saman án þess að hafa til þess neina áætlun. Stærstu greinanar í þessu blaði snérust um ESB og hvernig það mundi bókstaflega koma í veg fyrir landbúnað hérna á landi. Í þessu blaði var einnig talað um það að Íslendingar gætu ekki tekið upp evru með aðild að ESB.

Fullyrðinganar í þessu blaði sjálfstæðismanna um ESB eru ekkert minna en lygi og stórkostlegar rangfærslur á tímabilum. Ég ætla ekki að fara yfir þessar lygar sérstaklega í þessari færslu, enda er ég margoft búinn að fara yfir þessar lygar í eldri færslum á mínu bloggi. Ég bendi fólki á að skoða efnisflokkinn ESB fyrir meiri upplýsingar. Hinsvegar í stuttu máli, þá mun landbúnaður dafna á Íslandi við inngöngu í ESB. Enda þýðir stöðugur efnahagur stöðugan rekstur fyrir bændur. Íslendingar geta tekið upp evru eftir lámark tvö ár í ERM II ef vel gengur að uppfylla skilyrðin.

Innganga Íslands í ESB mun færa Íslendingum stöðugleika í efnhag landsins, stöðugleika á gengi krónunnar (þangað til að hægt er að taka upp evru) og lága verðbólgu og vexti. Allt saman eru þetta atriði sem tryggja að fyrirtæki geta þrifist á Íslandi. Það þýðir að efnahagur landsins mun blómstra á ný.

Alls ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn

Alls ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu fréttum, þá hefur sjálfstæðisflokkurinn stoppað lýðræðislegar breytingar á stjórnarskrá Íslendinga sem Samfylkingin og Vinstri-Grænir voru að reyna að koma í gengum Alþingi Íslendinga.

Andstaða sjálfstæðisflokksins við þessar lýðræðislegu breytingar er ekkert annað en algjört virðingarleysi við þjóðina og skoðanir þjóðarinnar. Andstaða þeirra við þessar lýðræðislegu breytingar sýnir og sannar að sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert erindi inná Alþingi Íslendinga.

Ef þú getur ekki hugsað þér að kjósa neitt af þeim framboðum sem eru í framboði í Alþingiskosningum 2009. Skilaðu þá frekar auðu en að kjósa sjálfstæðisflokkinn.