Góð niðurstaða kosninga fyrir Íslensku þjóðina

Ég er mjög ánægður með niðurstöðu Alþingiskosninga. Þetta þýðir að loksins er farið að koma með almennilegar lausnir fyrir heimilin í landinu og tryggja það að efnahagur Íslands lendi aldrei aftur í þeim ógöngum sem hann er í núna.

Stöðugleika efnhagsmála á Íslandi má tryggja með því að ganga í ESB. Fyrsta skrefið er að sækja um aðild að ESB og kjósa síðan um aðildarsamningin í þjóðaratkvæði. Við inngöngu í ESB geta Íslendingar losað krónuna úr gjaldeyrishöftum með hjálp Evrópska Seðlabankans. Sú hjálp fæst með ERM II samstarfinu.

Annars óska ég Íslendingum til hamingu með þessar framfarir og væntanlegar aðildarviðræður við ESB um inngöngu Íslands í ESB.