Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda hagsældar

Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda hagsældar á Íslandi. Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa lærst á síðustu árum, þá er það sú staðreynd að efnahagslegur óstögðuleiki veldur vandræðum í hagkerfinu. Veldur atvinnuleysi, gjaldþrotum og erfiðri stöðu hjá þeim fyrirtækjum sem komast hjá gjaldþroti. Einnig sem að efnahagslegur óstöðugleiki veldur verðbólgu, háum stýrivöxtum og óstöðugu gengi krónunnar.

Besta leiðin til þess að komast hjá efnahagslegum óstöðugleika er með því að ganga í ESB og taka upp evruna þegar það er orðinn möguleiki.

Besta leiðin til þess að tryggja efnahaslegan stöðugleika er með því að kjósa Samfylkinguna til þess að tryggja að Íslendingar sæki um aðild að ESB strax eftir kosningar, svo að hægt sé að bera aðildarsamning við ESB undir þjóðaratkvæði eins fljótt og hægt er.

Ég tek það fram að ég er í Samfylkingunni og ætla mér að kjósa Samfylkinguna í kosningum dagsins.