Réttur almennings

Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að lifa sínu lífi án þess að þurfa að borga fyrir klúður fárra einstaklinga. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að taka lán sem hækka ekki þó svo að verðbólgan hækki. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að búa við mannsæmandi lífskjör, sem eru ekki háð sveiflukenndri krónu og óstöðugu verðlagi og verðbólgu.

Almenningur hefur rétt á stjórnvöldum sem bera ábyrgð á sínum mistökum. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að ganga í EB (ESB) ef hann kýs að gera svo. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að hafa almennileg stjórnvöld við stjórn.

Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að boðað sé til kosninga nú þegar. Almenningur á Íslandi krefst þess að stjórnvöld hlusti á skoðanir almennings.

Tengist frétt: Um þúsund mótmælendur