Undarleg jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli

Í nótt hefur verið undarleg jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftar hafa verið að koma fram nærri Hábungu í Mýrdalsjökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög óvenjuleg miðað við hvernig jarðskjálftavirknin hefur verið í þessum stað í fjallinu undanfarin ár.

Ég veit ekki hvort að þetta er undanfari að eldgosi í fjallinu. Þó ber að fylgjast með þessari virkni, enda er eldstöðin komin talsvert langt fram yfir tíma miðað við eldgos í eldstöðinni síðustu aldir.

Jarðskjálftinn sem er skráður uppá ML3.7 er falskur jarðskjálfti í sjálfvirka kerfinu hjá Veðurstofunni. Ég tel að stærð þessa jarðskjálfta hafi verið í kringum ML2.5, eða þar um bil.

Hérna er jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Mýrdalsjökli. Það er mjög áberandi hvernig jarðskjálftanir safnast saman á einn stað í eldfjallinu.