Undanþágur aðildarríkja ESB

Því er haldið fram að aðildarríki fái ekki undanþágu frá meginregum ESB. Þetta er rangt, eins og augljóst má vera. Bestu dæmin um undanþágur frá meginreglum ESB er undanþága Dana og Breta frá Evrusamstarfinu. Sú undanþága er skrifuð beint inn í sáttmála ESB og fæst ekki felld út, nema með þjóðaratkvæði í viðkomandi ríki. Þetta eru bara þær undanþágur sem er að finna í sáttmálum ESB. Síðan koma þær undanþágur sem er að finna í aðildarsamningum ríkja ESB. Þær eru misjafnar og taka yfir mismunandi þætti ESB samstarfs þessara ríkja. Upplýsingar um þær undanþágur er að finna í aðildarsamningum viðkomandi ríkja, og ég hef ekki kynnt mér það sérstaklega.

Hérna er nánar um undanþágur í ESB.

Opt-outs in the European Union (Wikipedia)