Hræðsluáróður á Alþingi

Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður E. Árnadóttir hefur gerst sek um hræðsluáróður. Þessi hræðsluáróður snérist um meintan kostnað vegna aðildarviðræðna. Hún nefnilega blæs tölunar úr öllu samhengi, og snýr útúr því kosntaðarmati sem Utanríkisráðuneytið hefur komið með á hugsanlegum kostnaði við aðildarviðræður við ESB. Tölunar eru einnig teknar úr samhengi, sérstaklega þegar haft er í huga þetta eru tölur sem ná yfir allt að fjögur ár, og það er alls óvíst að aðildarviðræður Íslendinga við ESB muni taka fjögur ár.

Síðan kom hún með frábært dæmi um að hvers vegna kosning um samningaviðræður er slæm hugmynd. Þar er nefnilega hægt að koma með fullyrðingar sem eru tóm þvæla, eins og Ragnheiður E. kom með núna á Alþingi rétt í þessu.

Þessi þingmaður er til skammar fyrir þjóðina og Alþingi.