Jarðskjálftahrina hafin á Reykjanesi

Það lítur út fyrir að jarðskjálftahrina sé hafin á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið þegar þetta er skrifað er að stærðinni ML3.1 samkvæmt sjálfvirku mælikerfi Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar eiga upptök sín hjá Keili samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands.

Líklegt er að þarna verði fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.