Jarðskjálftar hjá Hellu á suðurlandi

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað hjá Hellu á suðurlandi núna í kvöld. Fyrsti jarðskjálftinn sem varð þarna var af stærðinni ML2,2 klukkan 23:51 þann 8. Ágúst 2009, samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofur Íslands, dýpið var 7,5 km og fjarlægðin var 1,6 km frá Hellu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti hafi fundist á Hellu, ég tel það þó líklegt miðað við nálægðina við bæinn.

Annar smáskjálfti kom klukkan 00:08 þann 9. Ágúst 2009. Stærð þess jarðskjálfta var ML1,9 og dýpið var 6,7 km samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands.

Sem stendur er ekkert sem bendir til þess að þessir jarðskjálftar boði stærri atburði. Ég tel þó fulla ástæðu til þess að fylgjast með þessari jarðskjálftahrinu, eða þessum jarðskjálftum á þessu svæði. Enda er þarna ennþá mikil spenna í berginu eftir jarðskjálftana árið 2000 og 2008. Þessi spenna hefur ekki ennþá losnað útúr berginu í formi jarðskjálfta, eins og gerist á Suðurlandsbrotabeltinu reglulega.

[Uppfært klukkan 00:44 þann 9. Ágúst 2009. Þetta virðist ekki vera jarðskjálftahrina, heldur tveir stakir jarðskjálftar, sem gerir þetta ennþá áhugaverðara.]