Heimska, eða bara fáfræði í kringum GSM senda

Það er alveg augljóst á þessari hérna frétt hjá Vísir.is að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig GSM sendar virkar, eða hver sendistyrkur svona senda er í rauninni. Það er ennfremur alveg augljóst að engum verður óglatt, eða veikst vegna svona senda. Enda hafa rannsóknir sýnt fram á það að fólk varð veikt í kringum GSM senda, óháð því hvort að kveikt var á GSM sendinum eða ekki. Þetta kom fram í rannsókn frá því fyrir nokkrum árum síðan.

Researchers investigating the health effects of mobile phone masts have found that sufferers report symptoms regardless of whether the equipment is actually on or off

Tekið héðan. Síðan má benda á þessa hérna frétt á vef BBC News.

Það er því alveg augljóst að þetta fólk sem þykist vera veikt í kringum GSM sendinn á Egilsstöðum er í rauninni ekki veikt. Þetta er allt saman í hausnum á þeim, en ekki í raunveruleikanum. Þetta eru áhrif sem oft eru kennd við lyfleysu. Oftast virkar þetta jákvætt á fólk, en einstaka sinnum getur fólk notað þessi sömu áhrif til að kalla fram veikindi, sem eru í raun ekki til staðar nema í huga viðkomandi.

Vodafone á því að kveikja á sendinum aftur (ef þeir hafa ekki gert það nú þegar) án þess að hafa áhyggjur (og ef þeir hafa fengið leyfi fyrir slíku aftur). Enda er engin hætta á veikindum vegna GSM senda, sem starfa á 935,1 – 945,1 Mhz. Enda sú tíðni alltof lág til þess að gera fólk veikt. Það er ennfremur vert að benda á þá staðreynd að flestir GSM sendar starfa á sendistyrk sem er frá 25W og upp í 50W innan bæja. Sendar uppá heiðum og öðrum afskekktum stöðum senda út á 100W eða meiri styrk.

Fullyrðingar hjá fólki að það verði veikt í vegna GSM senda eru ekkert nema tómt kjaftæði, og hafa alltaf verið það.

Frétt Vísir.is.

Flúðu húsið vegna GSM-sendibúnaðar