Kjaftæðisfrétt um GSM sendi í fréttum Rúv

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með fréttastofu Rúv í kvöld. Þar sem komið var með frétt sem er ekkert nema tóm þvæla, en eins og ég hef bent ýtrekað á. Þá eru fullyrðingar fólks um veikyndi vegna GSM/3G senda ekkert þeirra eigin ímyndunarveiki.

Vandaðar rannsóknar í Bretlandi hafa sýnt fram á það, án vafa að fólk verður ekki veikt af GSM/3G sendum. Slík veikindi eru eingöngu til í höfðinu á þeim. Þetta fólk verður einnig veikt, jafnvel þó svo að slökkt sé á viðkomandi sendum.

Það tíðnisvið sem GSM/3G sendar senda út á er á 22 – 10 (10-9) cm tíðnibandinu, en það er 900/1800/2100Mhz (útlistinum á þessum tíðnisviðum er að finna hérna (GSM) og hérna (3G)). Síðan mæli ég með þessari hérna (og þessari hérna) vefsíðu, fyrir þá sem vilja kynna sér rafsegulsviðgeislun nánar.

Ég mæli síðan með því að Rúv tali við sérfræðinga, en ekki fólk sem hvorki þekkir haus eða sporð á farsímatækni þegar það kemur að svona málum. Það er nefnilega alger óþarfi að hræða almenning með röngum og fölskum upplýsingum þegar það kemur að farsímasendum.

Frétt Rúv. Ég vara við heimskunni!

Flúðu vegna ónota frá sendi