Ráðherra einokunar og banns við að gefa fisk

Það er ekki nóg með að Jón Bjarnasson sé sá ráðherra íslenskra stjórnvalda sem er að verja einokun á mjólkurmarkaði á Íslandi, heldur er hann einnig sá ráðherra sem hefur þá stefnu að koma í veg fyrir að sjómenn geti gefið fisk til hjálparsamtaka ef þeim sýnist svo. Það er alveg augljóst að einokun á mjólkurmarkaði stórskaðar hagsmuni íslenskra neytenda, enda hækkar slíkt verð til þeirra þar sem vöruverð er frjálst á mjölkurvörum. Það er nefnilega þannig á Íslandi að mjólkurverð er ekki frjálst, heldur er því stjórnað af verðlagsráði sem ákveður söluverð á mjólk og ákveðnum vörutegundum unnum úr mjólk.

Mín skoðun á svona ráðherrum er mjög einföld. Þeir eiga engan rétt á sér í ríkisstjórn, gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki þeir koma. Það er alveg augljóst að þeir sem taka að sér að verja einokun á markaði hafa ekkert í nútímastjórnmál að gera. Það er ennfremur mín skoðun að verðlag á mjólk eigi að vera frjálst eins og á öðrum vörum, og það eigi að afnema einokun Mjólkursamsölunar á sölu og framleiðslu mjólkurvara á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði
Lítið um rök
Mega ekki gefa fátækum fisk