Hlægileg fullyrðing þjóðernissinnans Viðars H. Guðjohnsen

Þjóðernissininn Viðar H. Guðjohnsen hefur sett á lagginar vefsíðu sem hann kallar „frjálst Ísland„, nafnið á þessari vefsíðu er reyndar rangefni þar sem að hann boðar afturhald og einangrunar þjóðarinnar á þessari vefsíðu, og hann leyfir ekki neinar athugasemdir við skrif sín á þessari vefsíðu.

Í nýlegri grein, sem birtist víst í Morgunblaðinu (Dabbanum) í gær, þá fullyrðir Viðar að krónan muni bjarga íslendingum og valda því að kreppan verði styttri hérna en annarstaðar. Það er bara einn galli á þessari fullyrðingu hans. Þessi fullyrðing er alröng, og hefur ekkert með raunveruleikann að gera.

Hérna er umrædd fullyrðing.

Vegna krónunnar hafa Íslendingar, í tugi ára, ferðast ódýrt út um allan heim. Vegna krónunnar hafa Íslendingar, einnig í tugi ára, búið við eitt minnsta atvinnuleysi sem um getur í Evrópu. Vegna krónunnar hafa framleiðslufyrirtæki landsins blómstrað. Vegna krónunnar mun kreppan vera styttri á Íslandi en í þeim Evrópulöndum sem hafa ekki sjálfstæða mynt svo lengi sem ráðamenn þjóðarinnar hætta að vinna gegn henni.

Þessi fullyrðing er alröng, enda sést það best á því að íslendingar hafa ekki efni á því í dag að ferðast erlendis, eða eiga þess kost að búa við styttri kreppu eins og nágrannalöndin. Staðreyndin er nefnilega sú að kreppan er búin á Evrusvæðinu og er að fara að enda í flestum löndum ESB á næstu mánuðum. Kreppan á Íslandi hinsvegar sýnir engin merki þess að vera að slá af takinu á íslensku efnahagslífi. Þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar, þá kemur í ljós að þessar fullyrðingar Viðars standast alls ekki. Aðrar fullyrðingar á vefsíðunni hans eru ennfremur álíka traustar og þessi hérna fullyrðing hans að ofan.

Hérna eru fréttir af enda kreppunar á mestöllu evrusvæðinu, undantekningarlöndin eru Spánn og Grikkland um þessar mundir.

Eurozone Q3 growth confirmed at 0.4 percent
Europe exits recession; EU economy grows 0.3% in Q3

Á þessari vefsíðu Viðars er ennfremur að finna hreinræktaðar lygar, enda vísar hann í fréttir sem sannað hefur verið að séu bara hreinn uppspuni frá rótum, og hafa ekkert með raunveruleikan og sannleikann að gera.

Það sem er þó verst í þessu máli öllu saman er sú staðreynd að það er til fólk sem tekur undir með öllu því sem þessir vitleysingjar eru að segja í dag, og virðist trúa þessari vitleysu og lygum sem þetta fólk kemur með um ESB.

4 Replies to “Hlægileg fullyrðing þjóðernissinnans Viðars H. Guðjohnsen”

  1. ,,Vegna krónunnar hafa Íslendingar, í tugi ára, ferðast ódýrt út um allan heim. Vegna krónunnar hafa Íslendingar, einnig í tugi ára, búið við eitt minnsta atvinnuleysi sem um getur í Evrópu. Vegna krónunnar hafa framleiðslufyrirtæki landsins blómstrað. Vegna krónunnar mun kreppan vera styttri á Íslandi en í þeim Evrópulöndum sem hafa ekki sjálfstæða mynt svo lengi sem ráðamenn þjóðarinnar hætta að vinna gegn henni.“

    Þetta er sannleikurinn.

  2. Þetta er lygi hjá þér. Vissulega var krónan sterk á Íslandi í rúmlega 3 – 5 ár, en lengra er það tímabil ekki. Eins og staðan er í dag þá mun krónan líklega ekki styrkjast næstu 5 til 10 árin.

    Það er ennfremur augljóst að langvarandi atvinnuleysi er komið til að vera á Íslandi, sérstaklega á meðan krónan er svona veik eins og hún er í dag. Þar sem að skuldastaða fyrirtækja gerir þeim erfitt fyrir. Atvinnuleysi var eingöngu lítið í þeirri bólu sem gekk fyrir íslenskan efnahag á sínum tíma, þegar þessi bóla sprakk þá jókst atvinnuleysi hratt og heldur ennþá að aukast í dag, þó hægt sé.

  3. Að sjálfsögðu styrkist hún ekki ef óvildarmenn hennar gera lítið annað en að vinna gegn henni með óútskýrðum lántökum í erlendri mynt.

    Þetta er einföld stærðfræði.

  4. Viðskipti snúast að mestu leiti um traust, en þau snúast líka um verðmæti. Það er augljóst að íslendingar hafa séð til þess sjálfir um að rústa krónunni, sem var þó fyrir hálf ónýt hvort sem er. Frá árinu 1980 hafa stjórnmálamenn á Íslandi verið að reyna ná vöxtunum niður í það sem gerist í nágrannalöndum, ekkert slíkt hefur átt sér stað síðan þá.

    Það er augljóst að þú skilur ekki þessa einföldu staðreynd. Það er líka ljóst að krónan þarf enga óvildarmenn. Krónan sem gjaldmiðill er óhæfur gjaldmiðill, enda minnsti gjaldmiðill í heimi sem telst vera sjálfstæður, og það má örugglega deila um hversu gáfulegt slíkt sé í hagkerfi sem er minna en meðalstór borg í Evrópu.

Lokað er fyrir athugasemdir.