Óviðunandi hegðun Jóns Bjarnasonar Sjávar og Landbúnaðarráðherra

Það eru ótrúlegar fréttir sem berast af hegðun Jóns Bjarsonar Sjávar og Landbúnaðarráðherra þessa dagana. Það er ekki nóg að ráðherran sé á móti hagsmunum neytenda á Íslandi, heldur er hann einnig á móti sameiningu ráðuneyta, og hefur viljandi reynt að tefja það verkefni samkvæmt fréttum Fréttablaðsins, en þar kemur meðal annars þetta fram.

Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, úr þingliðum beggja stjórnarflokka, hefur hann reynt að torvelda vinnu við verkefnið, meðal annars með því að neita að hitta embættismenn sem starfa að sameiningunni.

Þar kemur þetta hérna ennfremur fram um þessar tilraunir Jóns Bjarnasonar til þess að tefja og koma í veg fyrir sameiningu ráðneytanna.

Viðmælendur Fréttablaðsins segja Jón leggjast bæði gegn sameiningu ráðuneytanna og flutningi verkefna er lúta að auðlindamálum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í umhverfisráðuneytið. Veigamest er færsla Hafrannsóknarstofnunarinnar á milli ráðuneyta. Í stefnuskrá Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir síðustu kosningar var fjallað um að auka beri veg auðlindamála í umhverfisráðuneytinu.

Þessi hegðun ráðherrans er algerlega óásættanleg með öllu. Enda á að framkvæma þessar breytingar óháð skoðunum hans sem ráðherra, enda er alveg augljóst að málið er ekki eingöngu í hans höndum sem ráðherra. Það er einnig augljóst að Jón Bjarnason er viljandi að reyna að koma í veg fyrir hagræðingu með ráðuneytin með þessari hegðun sinni. Besta ráðið sem hægt er að gefa Jóni Bjarnarsyni er mjög einfalt, hann á að hætta sem ráðherra og þingmaður og einfaldlega fara að snúa sér að einhverju öðru. Enda er orðið augljóst að Jón Bjarnason er hvorki hæfur til þess að vera ráðherra eða þingmaður á Alþingi íslendinga. Þjóðin hefur ekkert með svona menn að gera, hvorki núna eða fyrr á tímum.

Frétt Fréttablaðsins.

Jón berst gegn sameiningu ráðuneyta