Stríðið gegn sannleikanum um Icesave málið

Það er hriklaegt að fylgjst með málflutningi andstæðinga Icesave (sem hverfur ekkert þó svo að þeir séu á móti því) þessa dagana. Í dag eru gengdarlausar árásir stundaðar á efnahagsprófessorinn Þórólf og hann sakaður um að taka málstað breta og hollendinga í Icesave málinu. Þessar fullyrðingar eru til skammar, alveg eins og þeir sem halda þessari vitleysu fram. Í þessu tilfelli er það Ögmundur Jónasson og hjörðin í kringum hann sem er núna að berjast gegn sannleikanum með öllum illum ráðum.

Það er einnig áhugavert að fylgjast með InDefence hópinn krefjast þess að Þórólfur leggi fram útreikninga, þegar augljóst er að hann hefur ekki gert neitt slíkt. Heldur var hann að vísa í útreikninga og fullyrðingar skilanefndar Landsbankans varðandi endurheimtur úr þrotabúinu. Þetta á InDefence að vita ef þeir hafa verið að fylgjast með málinu eins og þeir fullyrða að þeir hafi verið að gera. Það kemur reyndar ekkert á óvart að InDefence stundi þennan óheiðarleika, enda eru þeir komnir úr vondum félagsskap þess fólks sem vill halda Icesave málinu gagandi eins lengi og hægt er, enda þjónar slíkt sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum bara ágætlega. Þar sem á meðan er ekki athyglin á spillinguna sem er að finna innan þessara tveggja flokka.

Íslendingar þurfa að borga Icesave, og það verður hlegið að kröfum íslendinga um vaxtalaust lán erlendis eins og er núna verið að ræða um í fjölmiðlum hérna á landi. Skemmdarvargar í umræðunni og aðrir slíkir þurfa að fara hugsa sinn gagn. Annaðhvort fórna þeir fáum spilltum einstaklingum í þessari umræðu, eða þá að þeir munu fórna íslensku þjóðinni ofan í skuldafangelsi þeirra sem geta ekki borgað skuldir sínar svo sómi sé að.

Frétt Vísir.is um Landsbankan og Icesave, 2009.

Skilanefnd Landsbankans mat eignir, ekki CIPFA

Fréttir af þessu máli.

Ögmundur: Undarlegt hvernig Þórólfur umgengst sannleikann
InDefence skora á Þórólf að opinbera útreikninga sína: Ekkert víst um endurheimtur eignasafns