Kröftug óróahviða norðan við Öskju í gær (2. Mars 2010)

Í gær, þann 2. Mars 2010 kom fram kröfug óróahviða norðan við eldstöðina Öskju. Samkvæmt Veðurstofunni komu fram jarðskjálftar með þessari óróahviðu. Þá jarðskjálfta sem var hægt að staðsetja lentu á uþb 20 km dýpi, en þetta voru allt saman smáskjálftar sem komu fram í þessari óróahviðu í Öskju.

Óróahviður eru fyrirbæri sem tengjast flutningi á kviku innan eldstöðvakerfis, og getur bent til þess að umrædd eldstöð sé að hefja nýtt virknistímabil sem mun enda einn daginn í eldgosi.

Nánar um þessa óróahviðu á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.