Dregur úr jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Heldur hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðasta sólarhringinn. Jarðskjálftavirkni er þó ennþá mjög mikil í Eyjafjallajökli, og sýnir lítil merki þess að hætta á þessari stundu þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftum í Eyjafjallajökli. Hugsanlegt er að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli tímabundið. Dýpi þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað núna í Eyjafjallajökli er ennþá í kringum 10 – 8 km á þessari stundu.

Samkvæmt GPS mælingum Veðurstofu Íslands (sjálfvirkar niðurstöður). Þá heldur Eyjafjallajökull áfram að þenjast út og er í dag kominn 40mm suður og 15mm vestur samkvæmt GPS stöðinni á Þorvalseyri. Hægt er að skoða þá GPS mælingu hérna.

Að öðru leiti er ekkert nýtt að frétta. Veður hefur hamlað útsýni á Eyjafjallajökul og því er óvíst hvort að það sé komin hiti í toppgíg Eyjafjallajökuls, en það mun vonandi skýrast þegar veður batnar á næstu dögum.

Óvissustig Almannavarna er ennþá í gildi vegna Eyjafjallajökuls.

[Uppfært klukkan 14:27 þann 6 Mars 2010]