Norðurlöndin loka á frekari lán til Íslands

Staða Íslands versnar hratt þessa stundina á alþjóðlegum vettvangi. Núna eru nágrannaþjóðinar að loka á íslendinga og neita að lána íslendingum peninga til þess að standa við skuldbindingar sínar og afborganir af komandi lánum. Við þessu hafði verið varað, en enginn hafði áhuga á sannleikanum á Íslandi. Þjóðernishyggjan er alltof mikil á íslandi svo að hlustað sé á skynsemi og rök.

Það er hinsvegar alveg ljóst að íslendingar geta ekki neinum kennt um núna nema sjálfum sér. Eins og varað hafði einnig verið við.

Þær þjóðir sem hafa lokað á frekari lán til íslendinga eru þessar hérna núna.

Noregur.
Finnland.

Það má reikna með að Danmörk og Svíþjóð loki á frekari lán til íslendinga eftir helgina. Þessi lán eru hluti af lánum í efnahagsáætlun IMF, sem er væntanlega komin í varanlega biðstöðu þangað til að Icesave málið er leyst með samningum við breta og hollendinga.

Íslendingar hafa fengið það sem þeir vildu. Núna skulum við sjá hversu mikið þolið verður þegar ástandið fer virkilega að versna hérna á landi vegna hroka og þjóðernishyggju íslensku þjóðarinnar. Það er hætt við því að þær hörðu skoðanir sem íslendingar hafa uppi í dag hverfi hratt og örugglega þegar það fer virkilega að slá í harðbakkan hérna á landi.

Ég er hinsvegar farinn að undirbúa mig fyrir alvöru kreppu hérna á landi, eins mikið og ég mögulega get.

Fréttir Rúv og annara miðla af lokunum á íslendinga erlendis.

Finnar lána ekki meira í bili (Rúv)
Ekki frekari lán til Íslands (Morgunblaðið)