Staðan á Eyjafjallajökli í dag

Jarðskjálftar halda áfram í Eyjafjallajökli, þó svo að það hafi dregið talsvert úr þeim frá því sem var á Miðvikudaginn og Fimmtudaginn. Jarðskjálftavirknin heldur þó áfram, og er ennþá talsvert meiri en hefur verið síðustu viku.

Það er ennfremur ljóst að jarðskjálftavirknin getur tekið upp hvenar sem er í Eyjafjallajökli og án mikillar viðvörunar. Hvort að það gerist núna verður bara að koma í ljós með tímanum. Það er mikil óvissa um hvernig þessi jarðskjálftahrina mun haga sér, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um þær kvikuhreyfingar sem valda þessum jarðskjálftum í Eyjafjallajökli.

Samkvæmt sjálfvirkum GPS mælingum Veðurstofu Íslands þá heldur Eyjafjallajökull áfram að þenjast út er núna kominn í rúmlega 43mm til suðurs, en stendur í 15mm þenslu til vesturs. Þenslan til vesturs hófst fyrir nokkrum dögum síðan, og er hugsanlega atriði sem tengist þeirri jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Eyjafjallajökli síðustu daga.

Óvissustig Almannavarna er ennþá í gildi, og er fólk því beðið um að fara varlega nærri Eyjafjallajökli. Þar sem aðstæður geta breyst án mikils fyrirvara í eldstöðinni og það er ekki útilokað að eldgos geti hafist án mikils fyrirvara.