Ennþá jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Síðan í gærkvöldi hafa verið jarðskjálftar í Eyjafjallajökli. Það er næsta víst að þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað núna eru tengdir þeirri virkni sem átti sér stað í Eyjafjallajökli í síðustu viku. Það eru færri jarðskjálftar að eiga sér stað núna heldur en í síðustu viku. Það virðist þó vera að hrinan sem er hafin núna virðist vera vaxandi hægt og rólega eftir því sem tíminn líður, og það er mjög slæmt mál þar sem þetta er eldfjall. Þar sem slíkt þýðir að kvikan í Eyjafjallajökli er ennþá á hreyfingu og sýnir engin merki þess að hún sé að fara að stoppa.

Óvissustig í kringum Eyjafjallajökul er ennþá í gildi hjá Almannavörnum Ríkisins. Fólk á þessu svæði er því beðið að fylgjast með fjölmiðlum í nágrenni við Eyjafjallajökul.