Hætta á sprengigosi í Eyjafjallajökli

Miðað við þróun jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Þá bendir margt til þess að ný gossprunga muni opnast fljótlega í Eyjafjallajökli, hvar og hvenær það gerist er erfitt að segja til um á þessari stundu, en líklegast er að þessi nýja gossprunga muni opnast undir jökli í þetta skiptið.

Á þessari stundu hefur ekki opnast ný gossprunga, en jarðskjálftar í Eyjafjallajökli eru orðnir mjög grunnir á ákveðnu svæði, dýpi þeirra er orðið allt að ~200 metrar samkvæmt yfirförnum mælingum Veðurstofu Íslands. Ef ný gossprunga opnast undir sjálfum Eyjafjallajökli, þá mun það þýða jökulflóð niður Markarfljót. Sprengigos sem mundi fylgja í kjölfarið mun einnig valda miklu öskufalli í nágrenni við Eyjafjallajökul og askan mun berast með vindi talsverðan spöl.

Hættuástand er ennþá í gildi í kringum Eyjafjallajökul og því er nauðsynlegt fyrir fólk að fylgjast með útvarpinu og tilkynningum Almannavarna Ríkisins.