Vaxandi gosórói í Eyjafjallajökli

Samkvæmt óróamælum Veðurstofu Íslands þá er ennþá vaxandi gosórói í Eyjafjallajökli, þó er virknin ennþá talsvert hviðukennd og ekki jöfn. Þessi vaxandi gosórói allt öðrvísi hegðun meðal íslenskra eldfjalla, þar sem venjan er sú að gosóróinn sé mestur í byrjun en síðan fari hægt og rólega að draga úr honum. Í tilfelli Eyjafjallajökuls þá er þessu alveg snúið við, en óróinn var næstum því enginn í upphafi eldgossins en hefur síðan farið hægt vaxandi eftir því sem lengra líður á eldgosið. Hver ástæðan er fyrir þessari hegðun er ekki þekkt, en samkvæmt GPS mælingum Veðurstofunar þá heldur Eyjafjallajökull áfram að þenjast út af svipuðum krafti og fyrir eldgos, en það þýðir að ekki hefur létt á þrýstingi í Eyjafjallajökli að neinu ráði.

Á meðan svo er hætta á því að þetta eldgos verði margfalt að stærð frá því sem nú er, en hvenar og hvort slíkt gerist er góð spurning. Hinsvegar ef litið er til sögunar, þá boðar þessi þensla í Eyjafjallajökli ekki neinar góðar fréttir um eldgos í Eyjafjallajökli á næstu dögum, vikum eða mánuðum.