Sprengigos í Eyjafjallajökli

Eldgosið núna er sprengigos samkvæmt efnagreiningu úr öskusýnum. Hluti af þessu sprengigosi starfar útaf blöndun kviku og vatns, en hinn hlutinn vegna þess að kvikan sem þarna kemur upp er mjög súr og gasrík, og hefur að öllum líkindum blandast basískri kviku sem var þarna og gaus á Fimmvörðuhálsi í upphafi.

Ég hef vaxandi áhyggjur af eldskýjum sem gætu myndast vegna gosmökksins ef eldgosið verður öllu stærra en það er núna.

3 Replies to “Sprengigos í Eyjafjallajökli”

  1. Takk fyrir fróðlegar færslur. Eitt sem mig langar að vita. Hvað eru eldský og hvernig hætta gæti skapast?

Lokað er fyrir athugasemdir.