Gosóróinn fellur hratt í Eyjafjallajökli

Fyrr í kvöld tók gosóróinn í Eyjafjallajökli að falla mjög hratt. Hvað það þýðir nákvæmlega veit ég ekki, en það getur hugsast að núna sé virki gígurinn í Eyjafjallajökli að lokast og eldgosið sé að hætta í honum. Hvort að það þýðir að eldgosinu sé lokið í Eyjafjallajökli er algerlega óljóst á þessari stundu. Það er einnig möguleiki á því að gosróinn taki aftur uppá því að aukast eftir talsvert fall. Hinsvegar mun eingöngu tíminn leiða í ljós hvað mun gerast í þessu eldgosi.

Þegar þetta er skrifað, þá heldur gosórinn áfram að lækka eins og fyrr í kvöld.