Þjóðremban á Íslandi er plága

Þjóðremban á Íslandi er plága, enda var þjóðremban á Íslandi notuð sem grundvöllur að efnahagshruninu. Það sést best á öllu því orðalagi sem þá var notað á tímum útrásarvíkinganna og skuldsetningar. Þessu orðalagi neita íslendingar núna í dag. Hinsvegar hefur þjóðremban ekkert breyst ennþá. Núna í dag er hún notuð til þess að blása upp andstöðu við ESB hjá íslendingum. Alveg á sama hátt og hún var blásin upp til þess að fá íslendinga til þess að hafna Icesave skuldbindingum (sem íslendingar þurfa engu að síður að taka á endanum) á sínum tíma. Sú ákvörðun hefur reyndar leitt til þess að kreppan á Íslandi dýpkaði og traust á íslendingum minnkaði til muna.

Það sem er þó verst að þeir sem eru að blása upp þessa þjóðrembu í íslendingum eru nákvæmlega sama fólkið og lagði allt í rúst á Íslandi með hruninu sem hófst árið 2008. Ástæða þess að það spilar inná þjóðerniskennd íslendinga og misnota hana þannig er mjög einföld. Þetta fólk vill ekki tapa völdum á Íslandi, slíkt nefnilega er andstætt hagsmunum þeirra og hefur alltaf verið. Af þessari sömu ástæðu er þetta fólk, og talsmenn þess á Alþingi íslendinga á móti ESB aðild Íslands. Þar sem aðild Íslands muni þýða óháð eftirlit með gjörðum þessa fólks í stjórnsýslunni og í viðskiptalífinu. Eitthvað sem á sér ekki stað núna í dag.

3 Replies to “Þjóðremban á Íslandi er plága”

  1. Við hérna á hinum endanum köllum þetta reyndar þjóðarstolt
    Ísland… best í heimi! 🙂

Lokað er fyrir athugasemdir.