Viðbrögð aðdáenda Davíðs Oddssonar og sjálfrar áróðursvélarinnar

Það var ákaflega áhugavert að fylgjast með viðbrögðum aðdáenda Davíðs Oddssonar og sjálfrar áróðursvélarinnar í gær eftir að ég skrifaði bloggfærsluna „Pennar Davíðs (og sjálfstæðisflokksins)„. Við þessa bloggfærslu, og þær augljósu staðreyndir sem ég set fram þar þá brugðust aðdáendur Davíðs og menn sem eru í sjálfri áróðursvélinni afskaplega illa við, og gerðu það sem þeir gera alltaf.

Þeir hentu á mig skít og reyndu að draga úr trúverðugleika mínum með frekar ósmekklegum aðferðum (sjá hérna sem dæmi). Þessi aðferð er ekkert ný, þar sem að þetta er eina aðferðin sem þetta fólk kann. Enda alveg í stíl við þá aðferðarfræði sem Davíð Oddsson hefur notað núna í mörg ár. Þá sérstaklega í fjölmiðlaviðtölum, þar sem hann hendir fram einhverri fullyrðingu sem hann þarf síðan ekkert að útskýra nánar. Þetta gerir Davíð Oddsson reyndar ennþá í dag, nema að núna hefur hann til þess sinn eigin fjölmiðil. Blað að nafni Morgunblaðið sem er haldið uppi af ríkri konu frá Vestmannaeyjum. Það verður að segjast eins og er að íhaldið og menn sem eru tengdir Davíð Oddsyni hafa haft umrædda konu að alvarlegu fífli, og eru í raun hægt og rólega að keyra hana í gjaldþrot. Enda er þetta fólk ekkert nema blóðsugur (peningasugur) sem hika ekki við að nota fólk eins og gólftuskur (sem það svo hendir í ruslið) til þess að ná fram markmiðum sínum. Markmið þessa hóps er auðvitað að halda völdum á Íslandi hvað sem það kostar.

Það er ennfremur óneitanlega fyndið að sjá þetta fólk, sem margt hvert er af trúarofstækisliðinu reyna að nota þetta hérna myndband eftir mig gegn mér. Þar sem samkvæmt þessu trúarofstækisliði þá á þetta myndband að sanna hversu voðalega illur ég er og minn málflutningur (sjá athugsemd #11 hérna sem dæmi um slíkt).

Það er hinsvegar ljóst, á þeim viðbrögðum sem ég fékk við umræddri bloggfærslu sem ég skrifa um hérna að það er grunnt á hinu góða í þessu liði sem um ræðir og byggir upp áróðursvél Davíðs Oddssonar á Íslandi. Þá má í reynd segja að það sem heldur þessari áróðursvél saman eru sérhagsmunir þeirra sem koma að umræddri áróðursvél. Þar sem að án þessara sérhagsmuna, þá væri þetta fólk í stríði við hvert annað.

Í því ljósi, þá mæli ég með því að sérhagsmunir þessa fólks (og fyrirtækja) verði teknir af því nú þegar.

2 Replies to “Viðbrögð aðdáenda Davíðs Oddssonar og sjálfrar áróðursvélarinnar”

  1. Ég er bara sammála. Það er óþolandi þegar fólk notar ósannindi í málflutningi sínum til að styðja mál sitt. Í umræðunni rétt eftir hrun heyrði maður einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins að það ætti að viðurkenna þau mistök sem gerð höfðu verið og biðja afsökunar. Nú láta Sjálfstæðismenn eins og þetta hafi allt saman verið einhverjum öðrum að kenna. Taktíkin núna er sú að halda því fram svona smátt og smátt að þetta hafi ekki verið svo mikið Sjálfstæðisflokknum að kenna. Láta tímann vinna með flokknum þangað til fólk verður meira mótækilegt fyrir bullinu og síðan á að fara í rógsherferðir með smjörklípurnar að vopni, segja ósatt ef með þarf og öll meðul notuð. Rannsóknarskýrslan þvælist reyndar tímabundið fyrir áætlunum Sjálfstæðismanna, en það verður ekki lengi því allt að 35% landsmanna er með gullfiskaminni. Sjálfstæðisflokkurinn endar svo þessa herferð á að segja að vinstri flokkarnir hafi klúðrað öllu og þeir séu í rauninni hrunaflokkarnir. Já flokkarnir sem þrífa upp eftir ruglið verður kennt um hvernig þjóðfélagið fór lóðrétt á hausinn eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins.

  2. Meira að segja ég verð að vera sammála þér
    Þetta lítur út eins og útúrsnúningur hjá nafna þínum

Lokað er fyrir athugasemdir.