Þensla í gangi á Sprengisandi ?

Samkvæmt frétt á Rúv þá hafa verið sprungur að myndast á Sprengisandi undanfarið ár, og líklega núna í sumar. Páll Einarsson telur að þessar sprungur séu eftirköst af eldgosinu í Gjálp árið 1996. Ég er ekki sammála því mati hans, þar sem þessar sprungur minna mig á reksprungur sem myndast á rekbeltum víðsvegar á Íslandi. Það er þó stór og nauðsynleg spurning hvort að þessi sprungumyndun sé undanfari eldgoss á þessu svæði á næstu árum eða áratugum Það er þó alveg ljóst að eingöngu tíminn mun leiða það í ljós hvort er raunin í þeim efnum. Hvaða eldstöð væri þá um að ræða veit ég ekki á þessum tímapunkti.

Frétt Rúv um þessar sprungur.

Nýjar sprungur á Sprengisandi