Kjaftæðið í kringum farsímamöstrin

Það er alltaf sama kjaftæðið sem veður uppí fólki. Eitt af því kjaftæði sem veður uppí fólki er sú nútímaþjóðsaga að farsímamöstur valdi krabbameini og öðrum kvillum en Rúv flytur núna fréttir af fólki sem óttast krabbamein vegna farsímamasturs sem er verið að reisa nærri því. Staðreyndin hinsvegar er sú að þessi fullyrðing hefur ekki verið sönnuð, þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir. Reyndar hefur komið í ljós að fólk sem þóttist finna fyrir kvillum af farsímamöstrum gat ekki einu sinni sagt til um það hvenar það var kveikt á þeim eða ekki. En rannsókn þess efnis fór fram í Bretlandi fyrir nokkru, hægt er að lesa um hana hérna.

Hérna eru fréttir af rannsóknum sem sýna fram á það að fullyrðingar um að símar og farsímamöstur valdi krabbameini eru bara kjaftæði.

Mobile phones don’t cause brain tumours
Mobile phones cause cancer…or not
Mobile phones safe – report