Spillt fólk fer í meiðyrðamál

Þegar ég hélt að þessu fólki gæti ekki staðið í meira siðleysi þá kemur þetta upp. Sonur Jónínu Bjartmarz ætlar sér að fara í meiðyrðarmál við Rúv fyrir það eitt að segja sannleikan. En sá sannleikur var að kærasta hans og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz fékk sér meðferð þegar hún sótti um Íslenskan ríkisborgararétt. En hún uppfyllti ekki lagalegar kröfur til þess að sækja um ríkisborgararétt, en þar sem að hún var tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, þá fékk hún sérstaka hraðmeðferð í gegnum kerfið.

Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við, þá hefði Jónína Bjartmarz þurft að tæma skrifstofuna sína samdægurs og þetta mál kom fram í fréttum. Þess í stað þá þurfti þjóðin að býða fram að kosningum til þess að fá að reka þetta spilla fólk, sem er gjörsamlega búið að tapa sambandi við raunveruleikan og því hvað er rétt og rangt í okkar þjóðfélagi. Og þeirri staðreynd að það situr ekki í gullstæti, þó svo að það fari með örlítil völd í skamman tíma. Og núna ætlar þetta fólk að fara á næsta stig í siðleysinu. Að fara í mál við Rúv fyrir það eitt að segja sannleikan og koma upp um spillingu í stjórnkerfinu. Þetta er auðvitað ekkert nema heimska og spilling á hæsta stigi, ef eitthvað er, þá ætti Lögreglan að rannsaka þetta fólk fyrir spillingu. En augljóst er að það skortir lagaleg úrræði hérna á landi til þess að vernda almenning gegn ofríki ráðherra og alþingismanna.

Ég vona bara að dómarinn sem fær þetta mál í hendunar, sjái sóma sinn í því að henda því í ruslatunna. Það er nefnilega ekki ærumeiðandi að segja sannleikan. En hinsvegar er æra og traust þessa fólks sem fékk sér afgreiðslu útá tengsl við ráðherra að eilífu ónýt. Einnig er það augljóst að þetta fólk, móðir, sonur og tengdadóttur eru gjörsamlega úr sambandi við raunveruleikan ef þau halda að þau komist upp með þessa ósvífni sem þau eru að sýna af sér með þessari kæru.

Tengist frétt: Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar